Bankablaðið - 01.12.1944, Page 25

Bankablaðið - 01.12.1944, Page 25
BANKABLAÐIÐ 37 uð bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og tuttugu og fjórum bankaráðsmönnum. Skyldi kosning lara fram á tímabilinu 25. marz til 25. apríl á tveim dögum. Fyrri daginn skyldu bankastjórar kosnir og síð- ari daginn bankaráðsmenn. Fvrsti banka- stjóri Englandsbanka var kosinn John Houblon, sonur fransks Húgenotta, er sezt hafði að í Lundúnum og stofnað þar verzl- un. Var hann bankastjóri til 1697, og tveir bræður hans voru kosnir í fyrsta banka- ráðið. Stofnskrá bankans var staðfest hinn 27- júlí árið 1694, og sarna dag mætti banka- ráðið til fundar. Seytján bankaritarar og tveir dyraverðir voru ráðnir að bankanum hinn 30. júlí. Námu laun bankaritaranna frá fimmtíu til tvö hundruð sterlingspund- um á ári, en árslaun dyravarðanna voru tuttugu og fimm sterlingspund. Nú nemur starfslið Englandsbanka fjórum þúsund- um, og er það gleggst vitni um vöxt og við- gang bankans. Hinn daglegi rekstur bank- ans hófst svo að Mercers’ Hall hinn fyrsta dag ágústmánaðar, og höfðu forstjórarnir skipað svo fyrir, ,,að pennar, blek og önnur ritföng skyldu sett þar á borðin“. Það var mjög þröngt um bankann að Mercers’ Hall, enda hafði hann þar aðsetur aðeins skamma hríð. í desembermánuði þetta sama ár flutti bankinn sem sé að Grocers’ Hall, og þar var hann til húsa þar til árið 1734. Það ár fluttist svo bankinn í aðset- ursstað sinn að Threadneedle Street, þar sem hann hefur bækistöð sína enn þann dag í dag. Arið 1724 hafði bankastjórnin fest þar kaup á húsi og garði, sem Sir John Houblon hafði átt, en fyrsta banka- húsið var reist af George Sampson á ár- unum 1732 til 1734. Margir urðu þegar í öndverðu til þess að leggja fé inn í Englandsbanka, og hann lánaði svo aftur fé gegn nnin lægri vöxt- um en tíðkazt hafði til þess tíma. — Þetta varð að sjálfsögðu til þess, að gullsmið- irnir, sem til þessa höfðu verið einvaldir um alla lánastarfsemi, lögðu mjög þungan hug á bankann og vildu hann feigan. — Einnig varð bankinn fyrir margvíslegum árásum stjórnmálamanna. Orsakaðist það af því, að bankinn var að sjálfsögðu mjög sterkur bakhjarl ríkisstjórnarinnar eins og stjórnarandstæðingar höfðu óttazt í önd- verðu, og forráðamenn hans veittu stjórn- inni allt það lið, sem þeir máttu, því að þeir gengu þess engan veginn duldir, að valdataka stjórnarandstæðinga myndi hafa það í för með sér, að stofnskrá bankans yrði annað hvort breytt til meginmuna eða hann jafnvel lagður niður. En stjórnin var kröfuhörð við bankann í meira lagi, og forráðamenn hans urðu því að skyggnast til allra átta og hyggja að sérhverri hættu af varygð. Þó átti bankinn vaxandi vin- sældum að fagna þessi l'yrstu starfsár sín, sem voru honum að vonum þyngst í skauti, þar eð verið var að yfirstíga byrjunarörð- ugleikana á öllum sviðum. Þar kom, að stjórnin hugðist láta stofna nýjan banka, svonefndan National Land Bank, sem hefði getað reynzt Englandsbanka hættu- legur keppinautur. Þó varð ekki af stofn- un hans ýmissa orsaka vegna, og Englands- banka auðnaðist að yfirstíga alla byrjunar- örðugleikana, þótt margvíslegra ráða yrði að neyta. Það kom brátt í ljós, hvílíkt þjóðþrifa- fyrirtæki Englandsbanki var. Honum hafði verið stjórnað al mikilli fyrirhyggju og kostgæfni, enda er það glöggt vitni þess, að hann hafi verið heppinn í starfsmanna- vali, að margir fyrstu forstjórar hans urðu síðar miklir áhrifamenn á Bretlandi. Þó átti bankinn andúð og óvinsældum að mæta um 1751 og 1780, vegna þess að efnt hafði verið til tilefnislausra æsinga gegn

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.