Bankablaðið - 01.12.1944, Qupperneq 25

Bankablaðið - 01.12.1944, Qupperneq 25
BANKABLAÐIÐ 37 uð bankastjóra, aðstoðarbankastjóra og tuttugu og fjórum bankaráðsmönnum. Skyldi kosning lara fram á tímabilinu 25. marz til 25. apríl á tveim dögum. Fyrri daginn skyldu bankastjórar kosnir og síð- ari daginn bankaráðsmenn. Fvrsti banka- stjóri Englandsbanka var kosinn John Houblon, sonur fransks Húgenotta, er sezt hafði að í Lundúnum og stofnað þar verzl- un. Var hann bankastjóri til 1697, og tveir bræður hans voru kosnir í fyrsta banka- ráðið. Stofnskrá bankans var staðfest hinn 27- júlí árið 1694, og sarna dag mætti banka- ráðið til fundar. Seytján bankaritarar og tveir dyraverðir voru ráðnir að bankanum hinn 30. júlí. Námu laun bankaritaranna frá fimmtíu til tvö hundruð sterlingspund- um á ári, en árslaun dyravarðanna voru tuttugu og fimm sterlingspund. Nú nemur starfslið Englandsbanka fjórum þúsund- um, og er það gleggst vitni um vöxt og við- gang bankans. Hinn daglegi rekstur bank- ans hófst svo að Mercers’ Hall hinn fyrsta dag ágústmánaðar, og höfðu forstjórarnir skipað svo fyrir, ,,að pennar, blek og önnur ritföng skyldu sett þar á borðin“. Það var mjög þröngt um bankann að Mercers’ Hall, enda hafði hann þar aðsetur aðeins skamma hríð. í desembermánuði þetta sama ár flutti bankinn sem sé að Grocers’ Hall, og þar var hann til húsa þar til árið 1734. Það ár fluttist svo bankinn í aðset- ursstað sinn að Threadneedle Street, þar sem hann hefur bækistöð sína enn þann dag í dag. Arið 1724 hafði bankastjórnin fest þar kaup á húsi og garði, sem Sir John Houblon hafði átt, en fyrsta banka- húsið var reist af George Sampson á ár- unum 1732 til 1734. Margir urðu þegar í öndverðu til þess að leggja fé inn í Englandsbanka, og hann lánaði svo aftur fé gegn nnin lægri vöxt- um en tíðkazt hafði til þess tíma. — Þetta varð að sjálfsögðu til þess, að gullsmið- irnir, sem til þessa höfðu verið einvaldir um alla lánastarfsemi, lögðu mjög þungan hug á bankann og vildu hann feigan. — Einnig varð bankinn fyrir margvíslegum árásum stjórnmálamanna. Orsakaðist það af því, að bankinn var að sjálfsögðu mjög sterkur bakhjarl ríkisstjórnarinnar eins og stjórnarandstæðingar höfðu óttazt í önd- verðu, og forráðamenn hans veittu stjórn- inni allt það lið, sem þeir máttu, því að þeir gengu þess engan veginn duldir, að valdataka stjórnarandstæðinga myndi hafa það í för með sér, að stofnskrá bankans yrði annað hvort breytt til meginmuna eða hann jafnvel lagður niður. En stjórnin var kröfuhörð við bankann í meira lagi, og forráðamenn hans urðu því að skyggnast til allra átta og hyggja að sérhverri hættu af varygð. Þó átti bankinn vaxandi vin- sældum að fagna þessi l'yrstu starfsár sín, sem voru honum að vonum þyngst í skauti, þar eð verið var að yfirstíga byrjunarörð- ugleikana á öllum sviðum. Þar kom, að stjórnin hugðist láta stofna nýjan banka, svonefndan National Land Bank, sem hefði getað reynzt Englandsbanka hættu- legur keppinautur. Þó varð ekki af stofn- un hans ýmissa orsaka vegna, og Englands- banka auðnaðist að yfirstíga alla byrjunar- örðugleikana, þótt margvíslegra ráða yrði að neyta. Það kom brátt í ljós, hvílíkt þjóðþrifa- fyrirtæki Englandsbanki var. Honum hafði verið stjórnað al mikilli fyrirhyggju og kostgæfni, enda er það glöggt vitni þess, að hann hafi verið heppinn í starfsmanna- vali, að margir fyrstu forstjórar hans urðu síðar miklir áhrifamenn á Bretlandi. Þó átti bankinn andúð og óvinsældum að mæta um 1751 og 1780, vegna þess að efnt hafði verið til tilefnislausra æsinga gegn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.