Bankablaðið - 01.12.1944, Side 37

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 37
BANKABLAÐIÐ 49 barna sjóðsfélaga er féllu frá. Áttum við Brynjólfur síðan oft tal saman um ýms at- riði reglugerðarinnar og endanlega með bréfi dags. í maí, lagði ég frarn ákveðnar tillögur, er ég bað tryggingarfræðinginn að vinna úr. 16. október síðastl. skilaði herra Brynjólf- ur Stefánsson tryggingarfræðingur áliti til bankans og sama dag var mér sent afrit af álitsgerð hans. Var svo boðaður fundur í starfsmannafélaginu hinn 25. október síð- astliðinn. Skýrði formaður félagsins þar frá gangi málsins og féllst fundurinn á þær niðurstöður er fengist höfðu við endurskoð- un reglugerðarinnar. Reglugerð sjóðsins var því næst endur- samin með þeim breytingum er tryggingar- fræðingurinn taldi framkvæmanlegar og reglugerðin svo breytt lögð fyrir hann að nýju til samþykkis. Var hún þar á eftir send bankastjórn, sem hefur einróma tjáð sig samþykka henni, og bíður nú reglugerðin aðeins staðfestingar fulltrúaráðs bankans, væntanlega á næsta fundi þess. Mér þykir hlýða að skýra frá helztu ný- mælum reglugerðarinnar öðrum en áður eru talin. Um greiðslu eftirlauna er ákveðið að þau greiðist frá því að sjóðfélagar 1. hætta að starfa í bankanum eftir 65. aldursár, eða þegar samanlagður aldur og þjónustutími er 95 ár, 2. verða að leggja niður starf sitt fyrr, sökum varanlegrar örorku. Fyrra atriðið er í samræmi við samskon- ar ákvæði í reglugerð Lífeyrissjóðs íslands. Hið síðara er óbreytt eins og það var í reglugerð sjóðsins. g. grein breytist verulega. Meðallaun reiknast eftir starfstímabili síðustu 10 ára í stað 5 ára áður. Var þessi breyting talin nauðsynleg til þess að liægt væri að hækka hlutfallstölu eftirlauna verulega. Hámark meðallauna hækka úr kr. 10000 í kr. 10500. I stað hámarks eftirlauna 60% af meðal- launum síðustu 5 ára verða þau nú 100% af meðallaunum síðustu 10 ára. Að öðru leyti verða eftirlaun starfsmanna bankans eins og hér segir: Starfstími Árleg eftirlaun 10-15 ár 25% 16 — 28 — J7 — 32- 18 — 35~ !9 — 38- 20 — 41 - 21 - 45- 22 — 48- 23 — 51 ~ 24 — 55- 25 — 58- 26 — 62 — 27 — 65- 28 — 68- 29 — 72- 30 — 75- 31 — 80- 32 — 85- 33 — 90- 34 — 95- 35 — 100 — Samkvæmt áður gildandi ákvæðum ekkjustyrki, var hámark þeirra ]/6 meðal- launa, en verður samkvæmt hinni nýbreyttu reglugerð l/2 meðallaun. Þykir rétt að birta þá grein orðrétta. 10. gr. — Nú andast sjóðfélagi, og lætur hann eftir sig maka á lífi, og á hinn eftirlif- andi maki rétt til lífeyris úr sjóðnum, enda hafi liinn látni greitt iðgjöld til sjóðsins í sex ár eða lengri tíma og hjónabandinu eigi verið slitið að lögum áður en hann lézt. Upphæð lífeyris hins eftirlifandi maka fer eftir starfstíma hins látna og meðalárs- launum hans síðustu 5 starfsár hans. Ef

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.