Bankablaðið - 01.12.1944, Side 50

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 50
62 BANKABLAÐIÐ Islandsbanki var stofnaður fyrir 40 árum Hinn 7. júní 1904 opnaði íslandsbanki skrifstofu í Reykjavík, réttum tveimur ár- um eftir að lögin um bankann voru staðfest. Forsaga íslandsbanka, áður en hann tók til starfa, er mikið mál og merkilegt. Deil- ur á Alþingi og deilur blaða þeirra daga um stofnun Islandsbanka voru eldheitar og kappsamlega reknar af meðhalds- og mót- stöðumönnum málsins. Verður sú saga eigi rakin hér að þessu sinni frekar en saga bankans frá stofndegi til lokunardags í febrúar 1930. Verður jrað væntanlega gert síðar. Bankablaðinu þykir j)ó lilýða að minn- ast á Jressum tímamótum með örfáum orð- um íslandsbanka, sem var starfsvettvangur íjölmargra bankamanna, sem nú vinna í Útvegsbankanum. Eiga þeir margar góðar og minnisstæðar endurminningar frá dög- um íslandsbanka. íslandsbanki var stofnaður í upphafi nýrrar aldar og skapaði nýtt tímabil í bankasögu landsins. Með stofnun hans hófst stórfeld atvinnubylting í sveitum landsins og við sjávarsíðu. í fólkinu var vaknaður mikill framfararhugur og aukin trú á möguleika moldar og auðæfi út- hafsins. Þó að Landsbanki íslands væri þá búinn að starfa í nærri 20 ár var starfsfé hans engan veginn nægilega mikið til þess að fullnægja lánsjrörf landsmanna til þeirrar nýsköpunar í atvinnuháttum sem þá voru fyrir dyrum. Var ekki að undra Jró að starfs- fé bankans væri lítið Jrví að þjóðin sem Fyrstu bankastjórar íslandsbanka: Emil Schou Páll Briem Sighvatur Bjarnason

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.