Bankablaðið - 01.12.1944, Page 55

Bankablaðið - 01.12.1944, Page 55
BANKABLAÐIÐ 67 því að ná góðum árangri um svo mikilvæg viðfangsefni. Enginn fulltrúanna á fundinum liafði umboð til að binda þing eða stjórn síns lands, enda var ekki til þess ætlast. Fund- urinn var ráðgefandi, og verða nú sam- þykktir hans lagðar fyrir þing og ríkis- stjórnir viðkomandi landa til samþykkis eða synjunar. Er til þess ætlazt, að svör viðvíkjandi þátttöku verði komin til Banda- ríkjastjórnar fyrir árslok 1945. Var það á flestum full- trúum að heyra, að þeir byggjust við, að þeirra þjóðir myndu samþykkja þátttöku í Gjaldeyrissjóði og Alþjóða- banka, ef hinar stærstu þjóð- ir rynnu á vaðið, en án þeirra verður tilganginum ekki náð. Verður nokkur bið á því, að Bandaríkin taki sína ákvörðun, því að málið verður ekki lagt fyrir þing þeirra fyrr en í janúar n.k. Grundvallartillögur Gjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabank- ans er að efla alþjóðavið- skipti, stuðla að aukinni framleiðslu og koma í veg fyrir atvinnuleysi eftir stríð, og beita til þess þeim aðferðum, sem al- þjóðasamvinna í fjármálum hefur yfir að ráða. Það er nú svo komið, að engir kjósa að endurreisa það ástand, sem var í al- þjóðaviðskiptum fyrir stríð og fæstir treysta því, að betri tímar séu framundan, nema gripið sé til nýrra ráðstafana. í lok fyrra stríðisns reyndu flestar þjóðir að hækka gjaldeyri sinn og koma á gull- innlausn, en afleiðingin var erfið afkoma, sem síðan var reynt að bjarga með nýjum gengisbreytingum, verndartollum, innflutn- ings- og gjaldeyrishöftum og vöruskipta- samningum, Jjar til skollin var á algerð einangrun með tilheyrandi atvinnuleysi og almennunt skorti. Það var ríkjandi við- skiptaófriður, sem átti sinn þátt í, að síð- ara stríðið skall á. Það voru haldnir margir aljrjóðafundir með litlum árangri. Engin aljjjóðastofnun var til, sem hefði yfir veru- legu fjármagni að ráða, og gæti verið leið- beinandi og ráðgefandi um nýja viðskipta- stefnu. í lok Jress stríðs, sem nú stendur yfir, verða margar Jjjóðir aðfram komnar, og ófærar til að taka þátt í alþjóðaviðskipt- um, nema eitthvað sé að gert til að koma þeim á legg. Það treysta fáir lengur á hin- ar eldri aðferðir einangrunarstefnunnar til að skapa velgengni. Gullfóturinn, í sinni gömlu mynd, verður óvíða, ef nokkursstað- ar, endurreistur og þá ekki fyrr en seint og síðar meir, svo að ekki er þaðan að vænta neinnar festu í aljjjóðaviðskiptum. Og þá yrði einangrun atvinnulífsins eina úrræði margra Jjjóða, sem ekki ættu annars Asgeir Asgeirsson og Svanbjörn Frimannsson.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.