Bankablaðið - 01.12.1944, Side 62

Bankablaðið - 01.12.1944, Side 62
74 BANKABLAÐIÐ MINNINGARORÐ EYJÓLFUR JÓNSSON fyrrv. útibússtjóri Það er auðvelt að láta penna spretta úr spori — og jaínvel „gamm geysa í hlað“ að Sólvangi á Seyðisfirði, þegar minnst skal Eyjólfs Jónssonar. En mér er markaður bás og verður farið fljótt yfir sögu. Eyjólfur var fædclur í Sandvík í Norð- fjarðarhreppi 31. okt. 1869. Foreldrar hans voru Gróa Eyjólfsdóttir og Jón Þorvalds- son, ættaður úr Austur-Skaptafellssýslu. Bjuggu þau síðan um hríð að Stóra-Steins- vaði í Hjaltastaðaþingá og síðan á Seyðisfirði. Voru þeir albræður Eyjólfur og Stefán Th. kaupm. og konsúll á Seyðisfirði. Um tvitugsaldur lærði Eyjólfur klæð- skeraiðn i Stavangri í Noregi og síðan ljós- myndagerð í Kaupmannahöfn. Báðar þess- ar iðngreinir stunclaði hann síðan á Seyðis- firði. Þegar Islandsbanki var settur á stofn 1904, var Eyjólfur skipaður forstjóri Útibúsins á Seyðisfirði og gegndi hann því starfi í full 25 ár, eða til 1929. En Eyjólfur kom víðar við sögu: Árið 1897 var liann kosinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar og átti þar sæti í 39 ár, eða til ársloka 1937, að einu ári und- anskildu. Sænskur vara-ræðismaður fyrir Austur- land var hann skipaður 1921. Var sæmdur sænskri orðu og einnig fálkaorðunni ís- lenzku. Hann var skipaður í yfirskattanefnd Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaup- staðar 1922, er sú nefnd tók fyrst til starfa. Formaður fasteignamatsnefndar Seyðisfjarð- ar var hann skipaður 1916. Yíirleitt gegndi hann þessum störfum til ársloka 1936, að hann baðst undan endurkosningu í bæjar- stjórn á Seyðisfirði. í ræðuhöldum, sem öðru, var hann fjörlegur, skenmitilegur og hispurslaus. Eftir að hann hætti bankastjórastarfinu 1929 var aðalstarf lians verzlun og ljós- myndagerð og ýmis umboðsstörf. Hann andaðist á síðastliðnu vori. Eyjólfur naut ekki skólamenntunnar sem kallað er, en glöggskyggni hans, greind og víðsýni gerði það að verki, að manni gat fundist að um lærðan mann væri að ræða í vissum greinum. Hann hafði þann hátt,

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.