Bankablaðið - 01.12.1977, Side 5

Bankablaðið - 01.12.1977, Side 5
í byrjun september var skipuð verkfallsnefnd SÍB og þá var farið að ræða í alvöru um verk- fallsboðun bankamanna, því nauðsynlegt þótti að rjúfa þá kyrrstöðu og reyndar sjálfheldu, sem samningamálin voru komin í. Verkfall boðað 26. október. Á fundi stjórnar SIB, varastjórnar og for- manna starfsmannafélaganna, sem haldinn var 3. október sl., var samþykkt einróma að boða til verkfalls frá og með 26. okt. I rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun, var m. a. bent á, að hálft ár væri liðið frá því að SIB sagði upp kjarasamningum, án þess að teljandi árangur hefði náðst í samningaviðræðum. Bankarnir væru ekki enn til viðræðu um launaliði samn- inganna, hinar beinu launahækkanir, eða yfir- leitt nokkuð, sem valdið gæti útgjaldaaukningu að marki. Kom nú nokkur skriður á samningaviðræð- urnar, án þess þó, að grundvöllur fengist að nýjum kjarasamningi. Bankarnir töldu m. a. mjög óhægt um vik að semja, á sama tíma og verkfall BSRB var yfirvofandi eða stóð yfir. Verkfalli SÍB frestað til 8. nóvember. — Samningar takast. Á fundi stjórnar, varastjórnar og formanna starfsmannafélaganna, sem haldinn var 17. október sl., var tekin ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða af hálfu SIB til 8. nóvember. Forsendur þessarar ákvörðunar voru m. a. þær, að sáttasemjari hefði orðið að leggja fram sátta- tillögu, sem allsherjaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram um. Verkfall BSRB stóð þá yfir, og algjör óvissa ríkti því varðandi póstsendingar, samgöngur o. fl., og var því talið útilokað, að fram gæti farið nauðsynleg kynning á sátta- tillögunni, áður en atkvæðagreiðsla færi fram. Þá var á það bent, að ekki væri enn full- reynt, hvort samningar mættu takast, án þess að til verkfallsaðgerða þyrfti að koma. Eftir að samkomulag hafði náðst í kjaradeilu BSRB og ríkisins skýrðust línur að sjálfsögðu verulega. Lokasprettur samningaviðræðna hófst um miðjan dag þann 27. október og stóð sleitulítið til sunnudagskvölds 30. október, en þá náðist samkomulag um meginatriði samn- inganna. Allmikil vinna var þó eftir, við frá- gang og voru samningarnir undirritaðir þann 1. nóvember, eins og áður segir. Samningar undirritaðir. Björgvin Vilmundarson, formaður samninganefndar bankanna og Sólon R. Sigurðsson, formaður samninganefndar Sambands íslenskra bankamanna. BANKABLAÐIÐ S

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.