Bankablaðið - 01.12.1977, Side 8

Bankablaðið - 01.12.1977, Side 8
við starf í banka (eða sparisjóði). Tekið skal sérstaklega fram, að aðrar greiðslur, sem miðast við föst mánaðarlaun, hækka í samræmi við þessar hækkanir t. d. yfirvinnukaup. Verðlagsbætur (gr. 1.3.). Verðlagsbætur eru hinar sömu og samkvæmt kjarasamningi BSRB. 1. september sl. var greidd 4% verðbót á launin og verðbótin 1. desember var 9,63%. Álagsgreiðslur — Vaktaálag (gr. 1.5.). Peir sem vinna vaktavinnu á tímabilinu frá kl. 24.—09 fá nú 45% vaktaálag á þeim tíma í stað 33Vi% áður. Vaktaálag á stórhátíðum verður 90%, en um vaktir á stórhátíðum verður að semja sérstaklega við viðkomandi starfsmannafélag skv. gr. 2.6.5. Álagið miðast við launaflokk 7., 2. þrep, en var áður 6. fl. 3. þrep. Röðun starfsheita í launaflokka (gr. 1.6.). Röðun starfsheita í launaflokka er í aðal- atriðum hin sama og áður var. Tvö ný starfs- heiti koma þó víð sögu, þ. e. gagnaritarar og tölvustjórar. Þá geta verðir tekið laun sam- kvæmt 7. launaflokki, en þeirra var áður aðeins getið í 5. flokki. Kvöld- og næturverðir fá hins vegar ekki sérstakt vaktaálag. Einka- ritarar geta tekið laun samkvæmt 9. launa- flokki, en hámarksflokkur þeirra var 8. launa- flokkur áður. í 12. flokki er einnig að finna nýtt starfsheiti, þ. e. aðstoðarmenn banka- stjórna. Lágmarksútkall í yfirvinnu (gr. 2.3.4.). Sé starfsmaður kallaður út til vinnu á laug- ardögum, sunnudögum og sérstökum frídög- um, fær hann greitt yfirvinnukaup a. m. k. í 5 klst. (var áður 3 klst.). Þetta gildir þó ekki, ef reglulegur vinnutími hans hefst innan 5 klst. frá því að hann fór til vinnu. Yfirvinna starfsmanna í hlutastarfi (gr. 2.3.5.—2.3.7.). Nokkuð algengt er, að starfsmenn séu ráðnir tíl að gegna hluta úr fullu starfi. Fvrir getur komið, að þeir séu kallaðir til vinnu utan umsamins vinnutíma síns, t. d. ef starfsmaður, sem ráðinn er frá kl. 09.00—12.30, er beðinn um að mæta til vinnu eftir hádegi. I slíkum tilfellum ber að greiða yfirvinnu vegna útkalls- ins. Ef þessi vfirvinna verður hins vegar reglu- leg og stendur í einn mánuð eða lengur, er greitt dagvinnukaup, allt að fullri vinnuskyldu. Almenna reglan er því sú, að sé starfsmaður, sem gegnir hluta úr föstu starfi kallaður út til vinnu utan fasts vinnutíma síns, skal greiða yfirvinnukaup. Talrting atkvæða. 8 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.