Bankablaðið - 01.12.1977, Síða 15
að segja, að áður voru líflegri fundir og meira
fræðslustarf. Jólavakan var stór liður í félags-
lífinu, meðan hún var haldin í fundarsalnum,
sem tvo mánuði tók að skreyta fyrir samkom-
una. Skemmtifundir voru haldnir einu sinni í
mánuði, a. m. k. á veturna, og voru þeir vel
og almennt sóttir. Á félagsfundum var oft heitt
í kolunum og hart barizt í kosningum, enda
alltaf húsfyllir á aðalfundum. Þá starfaði fé-
lagið meira að launamálum, en sambandið kom
þar hvergi nærri, heldur var nánast eins konar
skemmtiklúbbur.
Hér áður fyrr var engin launareglugerð til,
nema í Landsbankanum og Búnaðarbankanum.
Engar upplýsingar fengust um launamál í Út-
vegsbankanum, og þeir vildu ekkert samstarf
fyrst í stað, héldu að þeir myndu lækka í
launum við það. Samið var því við bankana
hvern í sínu lagi, en fyrsta sameiginlega launa-
reglugerðin leit ekki dagsins ljós fyrr en eftir
1940. Samstarf okkar við bankastjórnina var
hins vegar ávallt mjög gott. Einvarður Hall-
varðsson átti þar mikinn hlut að máli, en við
unnum saman í fjölda mörg ár. Hann var af-
bragsmaður í þessum efnum og lagði þeim
jafnan lið, sem minna máttu sín.
Þegar ég byrjaði í Landsbankanum, var kaup-
ið 150 krónur á mánuði og þótti gott. Hins
vegar var þá lítið um stöður, flestir voru kall-
aðir bankaritarar. Engir aðstoðarfulltrúar voru
til, og aðalfulltrúar aðeins í nokkrum deildum.
Nú er þetta gjörbreytt. Landsbankinn þótti
fremur neikvæður gagnvart starfsmönnum, en
hefur á síðari árum breytzt mjög til batnaðar,
og er nú til fyrirmyndar. Við höfum líka verið
sérlega heppnir með bankastjóra, sem aldrei
hafa talið eftir að styrkja félagsmál starfsfólks,
einkum fræðslumál, og mörg vandamál verið
leyst á þann hátt, að starfsmannafélaginu hefur
verið til sóma.
Ég held að nýju samningarnir séu mjög góðir.
Við höldum öllu, sem við höfum haft, og
fáum ýmislegt nýtt. Má þar nefna starfsaldurs-
uppbótina og hærri orlofsgreiðslu. Þetta eru
góðir samningar að mínu mati, og bankamenn
svndu stjórn SÍB mikið traust með því að sam-
þykkja þá nær einróma. Það er ágætt dæmi um
félagsþroska að nota ekki verkfallsréttinn að
þessu sinni, þó að gott og sjálfsagt sé, að hafa
þetta vopn í baráttunni.
Það hefur verið mér ánægja að vasast Jí
félagsmálum öll þessi ár. Maður hefur kynnzt
mörgum góðum mönnum innan bankans og
utan. Oft hafa náðst skemmtilegir áfangar, þó
að sigrar hafi ekki alltaf unnizt. Laugardags-
lokunin er einn merkasti áfanginn, sem náðst
hefur, enda tók ein 4—5 ár að koma því máli
í höfn. Fyrst var um að ræða skiptivinnu á
laugardögum, síðan lokað í einn mánuð að
mig minnir, þar næst 2—3 mánuði og loks
alveg. LFndanfari þessarar baráttu var að fá
fram lokun laugardaginn fyrir páska, en það
er önnur og eldri saga.
Það er erfitt að svara því, hver ættu að
vera næstu hagsmunamál, sem bankamenn eiga
að berjast fyrir, því að hugsunarháttur fólks
hefur breytzt. Ég tel þó, að mynda ætti áhuga-
hópa til að vinna að félags- og fræðslustarfi.
Það er nauðsynlegt að fólk viti eitthvað um
þessi mál, en hugsi ekki eingöngu í krónum.
En nú á dögum er þetta talið óþarfi af mörg-
um, sem vilja þess í stað láta aðra vinna
og hugsa fyrir sig, gegn greiðslu að sjálfsögðu!
Að lokum langar mig að minnast á 50 ára
afmæli Félags starfsmanna Landsbanka íslands,
sem verður í marzbyrjun á næsta ári. Þess þarf
að minnast á veglegan hátt. Það á að gefa út
myndarlegt afmælisblað og halda mikla
skemmtun í því tilefni. Fimmtíu ár er langur
tími í félagsmálasögu á íslandi, sem vert er að
halda hátíðlegt á eftirminnilegan hátt, segir
Bjarni G. Magnússon að síðustu og færist allur
í aukana, eins og fyrrum, þegar hann stóð í
fremstu víglínu.
Bankablaðið færir honum þakkir fyrir fórn-
fúst starf í þágu bankamanna um áratuga skeið,
og árnar honum heilla í tilefni sextugsafmælis-
ins. — a.
BANKABLAÐIÐ 15