Bankablaðið - 01.12.1977, Page 23
Frá Starfsmannafélagi
Samvinnubanka fslands
Árshátíð félagsins var haldin þann 27. nóv-
ember 1976 í Lækjarhvammi, Hótel Sögu. Að-
sókn hefur aldrei verið meiri, eða alls 165
manns. Skemmtinefnd sá um dagskrá og var
m. a. flutt óperan „Jólafundur bankaráðs“,
eftir Pálma Gíslason. Var henni mjög vel tekið.
Starfsfólk bankans hefur hingað til lagt á sig
alla vinnu í sambandi við skemmtiatriði á árs-
hátíðum félagsins og virðist ekki áhugi á að
breyta því, enda hið heimatilbúna efni ætíð
mjög vinsælt.
í júnílok í ár var svo farið í hið árlega ferða-
lag og að þessu sinni að Húsafelli. Þátttaka var
ekki mikil, eða aðeins rúmlega 30 manns.
Það fyrirkomulag var haft á eins og síðastliðið
ár, að með var haft stórt ,,matartjald“, þar
sem allur matur var framreiddur og sá ferða-
nefnd um framkvæmd þess og þótti takast vel.
Félagar í starfsmannafélaginu hafa á þessu
ári ekki tekið þátt í neinum íþróttamótum, en
hinsvegar er mikið teflt, spilað og leikinn borð-
tennis í tómstundum í aðalbankanum.
Nýting á hinu glæsilega sumarhúsi félagsins
„Hraunprýði“ við Hreðavatn, hefur verið góð
í sumar og nú fer þeim fjölgandi, sem nýta
húsið um helgar aðra tíma ársins, enda nóg
Úr leikritinu „Rauðhetta",
við að vera í þessu fagra umhverfi. Hinsvegar
er húsið enn fjárhagslegur baggi á félaginu og
stendur starfsemi þess fyrir þrifum á ýmsum
öðrum sviðum.
Þrír fundir hafa verið haldnir með stjórn-
endum bankans frá því í október 1976. Er
samstarf hið bezta á þessum fundum og þeir
hafa ætíð verið mjög gagnlegir fyrir báða aðila.
Auk þess að vera í Sambandi ísl. banka-
manna, erum við aðilar að Landsambandi ísl.
samvinnustarfsmanna og að félagsheimili sam-
vinnumanna, Hamragörðum v/Hávallagötu.
Njótum við margs góðs af þessari starfsemi,
m. a. möguleikum á tungumála-, fræðslu- og
félagsnámskeiðum og þátttöku í ýmsum náms-
hópum í Hamragörðum, auk aðgangs að gufu-
baði og billjard. Þá hefur Landsambandið
stundum skipulagt ódýrar tjaldferðir til Norður-
landa, sem hafa verið talsvert notaðar af starfs-
fólki bankans og jafnframt stuðlað að auknum
tengslum samvinnustarfsmanna á Norðurlönd-
um.
17. nóvember var opnað nýtt útibú bankans
að Suðurlandsbraut 18, Rvík. og er Pálmi
Gíslason forstöðumaður hins nýja útibús. Verða
starfsmenn þrír til að byrja með. Lítið hefur
verið um aðrar stöðuveitingar og ekki mikil
hreyfing á starfsfólki.
H. S.
Úr óperunni „Jólafundur bankaráðs".
BANKABLAÐIÐ 23