Bankablaðið - 01.12.1977, Page 30
FIMMTÍU ÁRA:
HRAFNKATLA
EINARSDÓTTIR.
Hrafnkatla Einarsdóttir, banka-
fulltrúi í afurðalánadeild Lands-
bankans varð fimmtíu ára hinn 8.
nóvember. Hrafnkatla hefir unnið
langt og gott starf í Landsbankan-
um, en þar hefir hún unnið frá
unga aldri í ýmsum deildum bank-
ans. Nú hin síðari ár hefir hún
starfað í afurðalánadeild bankans.
Hrafnkatla hefir tekið virkan
þátt í félagsstarfi FSLÍ og gegnt
þar ýmsum trúnaðarstörfum við
góðan orðstír, m. a. átt sæti í
bókasafnsnefnd félagsins og leyst
þar gott starf af hendi.
SEXTÍU ÁRA:
SIGURÐUR P.
BJÖRNSSON,
útibússtjóri, Húsavík.
. li is ■
.J&'
- . il j
fl
Sigurður P. Björnsson, útibús-
stjóri á Húsavík varð sextíu ára
1. nóv. s. 1. Silli á langan og far-
sælan starfsdag að baki. Starfsvett-
vangur hans hefir verið á Húsavík.
Starf hans mun lengst af vera tengt
Sparisjóði Húsavíkur og útibúi
Landsbanka Islands á staðnum.
Einnig er þáttur hans í starfi að
félagsmálum margvíslegur. Páttur
hans í ýmsum framfara- og menn-
ingarmálum Húsvíkinga er mikill.
Störf Silla að peningamálum á
Húsavík eru mikil sem fyrr segir,
og tók hann að sér stjórn Spari-
sjóðs Húsavíkur og stjórnaði hon-
um af framsýni og dugnaði um
árabil. Þegar sparisjóðurinn hætti
störfum og Landsbanki íslands yfir-
tók starfsemina, varð Silli að sjálf-
sögðu valinn til bankastjórna-
starfa í útibúinu. Par hefir hann
stjórnað með ágætum. Allt starf
í útibúinu hefir vaxið og allur
rekstur er til fyrirmyndar. Nýreist
bankahús á Húsavík ber þess ljós-
an vott, að þar hafa fyrirhyggju-
menn verið að verki. Silli mun þar
hafa ráðið miklu og er bankahúsið
ljós vottur um mikla framsýni og
hæfileika útibússtjórans.
Hér hefur ekki verið drepið á
hlut Silla í félagsmálum á Húsavík.
Par mun hann hafa lagt mikinn og
góðan skerf til lausnar vandamál-
um. Um árabil var hann einn af
forystumönnum í mörgum félögum
staðarins. Pað mun ótalinn tíminn,
sem hann hefir lagt í margsskonar
trúnaðarstörf á Húsavík.
FIMMTÍU ÁRA:
RAGNHEIÐUR
HERMANNSDÓTTIR.
Ragnheiður Hermannsdóttir,
deildarstjóri í gjaldeyrisdeild Lands-
bankans, verður fimmtug 24. des-
ember n. k.
Ragnheiður hefir starfað um ára-
bil í bankanum og hin síðari ár
hefir hún verið deildarstjóri í gjald-
eyrisdeild bankans. Auk þeirra
starfa hefir Ragnheiður tekið virk-
an þátt í félagsstarfi FSLÍ og átt
þar góðan hlut að lausn mála.
Ragnheiður hefir verið margsinnis
fulltrúi félagsins á landsfundum
bankamanna. Þá hefir hún um ára-
bil átt sæti í stjórn Náms- og
kynnisfararsjóðs FSLÍ. 1 starfi er
Ragnheiður rösk og ákveðin og
vill hvers manns vanda leysa á sem
beztan hátt.
SEXTÍU OG FIMM ÁRA:
GUÐMUNDUR
GUÐJÓNSSON
Guðmundur Guðjónsson, bif-
reiðarstjóri í Landsbanka íslands,
varð sextíu og fimm ára 19. desem-
ber s. 1.
Guðmundur réðist til starfa við
Austurbæjarútibú Landsbanka Is-
lands fyrir nokkrum árum. Starf
hans hefir verið bifreiðastjórastörf
og þjónusta við öll útibú bankans
á Reykjavíkursvæðinu.
Starf þetta krefst trúnaðar og
trausts, sem Guðmundur hefir skil-
að með mikilli prýði. Pað munu
þeir, sem til þekkja hér í umferðar-
málum bezt þekkja, að góð lund
og nákvæmni þarf að prýða þann,
sem á að annast slíka þjónustu,
sem hér um ræðir. Pá framkomu
hefir Guðmundur í góðu lapi.
BGM.
30 BANKABLAÐIÐ