Bankablaðið - 01.12.1977, Side 33

Bankablaðið - 01.12.1977, Side 33
Einn veigamesti þátturinn í starf- semi trúnaðarmanna er að fylgjast með framkvæmd kjarasamninga og vera samstarfsmönnum sínum til trausts og halds um hvaðeina sem varðar kjör þeirra og réttindi á vinnustaðnum. Á námskeiðunum er því lögð megináhersla á kjara- samningana, skýringu þeirra og túlkun. Gert er ráð fyrir að 15 trúnaðar- menn sæki hvert námskeið, sem stendur yfir í 1 dag. Þátttaka úti á landi takmarkast að sjálfsögðu við fjölda trúnaðarmanna á staðn- um og nágrannabyggðarlaga. Eftir áramót verður þessum námskeiðum fram haldið, bæði í Reykjavík og úti á landi. Ráðstefna fyrir formenn og stjórnarmenn starfsmannafélaganna verður haldin í Reykjavík í jan. nk. þar sem fjallað verður um einstök ákvæði kjarasamninganna og fram- kvæmd þeirra. Megintilgangur þess- arar ráðstefnu verður að samræma skilning og túlkun fulltrúa starfs- manna á samningnum, en það er að sjálfsögðu mjög mikilvægt, að túlkun samninganna sé samræmd innan okkar raða. Skipað í kjaranefnd og endurskoðunarnefnd. Samkvæmt samkomulagi um kjarasamningi SÍB, skal sérstök nefnd, kjaranefnd, fjalla um ágrein- ingsatriði, sem varða framkvæmd kjarasamninga. Nefndin er skipuð þremur mönnum frá hvorum aðila og skal nefndin jafnframt kveðja oddamann til starfa með sér, til að fjalla um þau atriði, sem ekki næst samkomulag um. Hvor aðili um sig, bankarnir og SlB, getur hins vegar skotið ágreiningsmálum til Félagsdóms, ef ekki verður sam- komulag í nefndinni. Nú hefur verið tilnefnt í nefnd- ina og eru fulltrúar SÍB Sólon R. Sigurðsson, Sveinbjörn Hafliðason og Gunnar Eydal. Fulltrúar bankanna eru: Stefán Þórarinsson, Seðlabanka; Ari Guð- mundsson, Landsbanka Islands og Kristján Ólafsson, Alþýðubankan- um. Þá hefur verið tilnefnt í endur- skoðunarnefnd, sem fjallar um endurskoðun á upphæð dagpen- inga á ferðalögum og fl., sbr. gr. 5.8. í nýgerðum kjarasamningum. Fulltrúar SÍB eru Sveinbjörn Hafliðason og Sólon R. Sigurðsson, en fulltrúar bankanna eru: Guð- mundur Sigurjónsson, Landsbanka Islands og Jóhann T. Ingjaldsson, Seðlabanka Islands. Samkomulag um helgar- vaktir í bankahúsum. Nokkuð er um það, að banka- starfsmenn taki að sér nætur- og helgarvaktir í bönkunum sem auka- vinnu. Ekki er ljóst af kjarasamn- ingunum, hvernig greiða skuli slíka vinnu, og hefur því verið gert svo- fellt samkomulag við bankana: „Samkomulag er á milli Sam- bands íslenskra bankamanna og Samvinnunefndar bankanna um greiðslu fyrir nætur- og helgarvaktir starfsmanna, er lokið hafa 40 stunda vinnuviku, að tímakaup skal vera 1% skv. 6. fl. 1. þrepi, frá og með 1. 7. 1977, kr. 1.300,00, og hækki síðan, skv. 1.1.2. í samn- ingi milli aðila, á stórhátíðadögum, skv. gr. 1.4.2., er tímakaup 1,375% af mánaðarlaunum, skv. 6. fl. 1 þrepi. Tímakaup fyrir þá, er ekki hafa lokið 40 stunda vinnuviku, skal vera kr. 813,00, og á stórhátíða- dögum skv. 1.4.2. er tímakaup kr. 1.118,00.“ BANKABLAÐIÐ 33

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.