Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 36

Bankablaðið - 01.12.1977, Blaðsíða 36
Kennurum (úr banka) skal gera kleift að stunda kennsluna, t. d. með leyfi frá störfum, við undirbúning og við kennslu. 6. Reikningsskil. Reikningsár skólans er almanaksárið. Ársreikningar skólans skulu samdir svo fljótt sem auðið er eftir árslok. Síðan skulu þeir staðfestir af skólanefnd. Reikningar skólans skulu endurskoðað- ir af endurskoðunardeild Landsbanka íslands og birtir í ársskýrslu skólans. Ekki er ætlunin að fjalla efnislega um samn- inginn á þessu stigi, þar sem eignaðaðilar hafa ekki rætt af alvöru um æskilega þróun skólans og þau verkefni, sem honum er ætlað að sinna umfram það, sem hann annast núna. Ég vil benda starfsmönnum bankanna á nauðsyn þess að ræða í sínum hópi um æski- lega þróun og verkefni skólans, og koma því á framfæri við skólanefndina. Á þann hátt geta starfsmenn best haft áhrif á mótun nýrra verkefna sem skólinn mun taka upp á komandi árum. Fulltrúi SÍB í stjórn Bankamannaskólans til næstu tveggja ára er Benedikt E. Guðbjartsson, Landsbanka íslands, en varamaður hans er Sólon R. Sigurðsson, formaður SIB. Benedikt E. Guðbjartsson. Á námskeiði hjá dönskum Björg Árnadóttir. Dagana 14.—18. nóvember sl. tók ég þátt í námskeiði, sem dönsku sparisjóða- og banka- mannasamböndin héldu fyrir trúnaðarmenn sína. Námskeiðið var haldið að Kobæk Strand við Skælskör, en þangað er u. þ. b. 2ja tíma lestar- ferð frá Kaupmannahöfn. Kobæk er fræðslu- miðstöð, mjög mikil að vöxtum og fullkomin í alla staði, sem er í eigu samtaka bankamanna í Danmörku og fleiri launþegasamtaka. Ekki er hægt í stuttri frásögn að greina frá öllu, sem fram fór á námskeiðinu, og mun ég aðeins staldra við það, sem mér þótti áhuga- verðast. Þátttakendur voru um 50 víðsvegar að. Stjórnendur voru þau Ruth Madsen frá Danske Sparekassefunktionærers Landsforening og Jörn Nörlem frá Danske Bankfunktionærers Lands- forening. Starfið hófst kl. 9.00 á morgnana, og var unnið flesta daga til kl. 9.00 á kvöldin. Þátt- takendum var skipt í 4 hópa, sem unnu að hinum margvíslegustu verkefnum. Fjallað var um ýmis vandamál, sem upp koma á vinnu- stöðum og meðhöndlun þeirra mála. Þá komu stjórnarmenn frá DSL og DBL (samtök starfs- manna banka og sparisjóða) og gerðu grein fyrir starfsemi samtakanna. Mikill hluti námskeiðsins fór hinsvegar í tilsögn og æfingar í ræðumennsku og var mjög skemmtilegt að fylgjast með þeirra starfs- aðferðum. Einnig var kennd svokölluð „samningatækni“ og farið í „samningaleiki“. Þeir fara þannig fram, að settar eru á svið kjaradeilur, sem síðan er reynt að leysa í samningaviðræðum, eftir þeim aðferðum, sem kenndar höfðu verið. Námskeiðinu lauk með því, að stjórnendur svöruðu fyrirspurnum og gagnrýni. Dagar þessir voru mjög lærdómsríkir og færi ég stjórn SÍB þakkir fyrir að gefa mér tækifæri til þess að fara þessa ferð. — Björg Árnadóttir. 36 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.