Bankablaðið - 01.12.1977, Page 40

Bankablaðið - 01.12.1977, Page 40
Að loknum hverjum fyrirlestri voru fyrir- spurnir og umræður með þátttöku fyrirlesara. Fyrirlestrar Benedikts, Sigurgeirs og Stefáns eru til sérprentaðir. III. NÁMSKEIÐ BANKAMANNASKÓLANS FYRIR TJTIBÚSSTJÓRA AÐ HÓTEL BIFRÖST, 15. TIL 17. ÁGÚST 1977 Námskeið þetta var mjög fjölmennt og voru þátttakendur samtals 48. Farið var frá Reykja- vík með m/s Akraborg til Akraness, en þaðan ekið til Hótel Bifröst. Jónas Rafnar, bankastjóri Formaður Sambands viðskiptabanka. Jónas Rafnar, bankastjóri Útvegsbankans og formaður Sambands viðskiptabanka, heiðraði skólann og þátttakendur með nærveru sinni. Ávarpaði hann þátttakendur og ræddi við þá, m. a. um mikilvæg atriði varðandi afkomu bankanna. Þessir fyrirlestrar voru fluttir: Fyrirlestur: Afkoma bankanna Lánamál iðnaðarins Fjárábyrgðir Starfsmannamál útibúanna Endurkaup Seðlabanka íslands Birgðaeftirlit og birgðabókhald Fyrirlesarar: Stefán Sturla Stefánsson, aðstoðarbankastjóri Útvegsbanka íslands Pétur Sæmundsson, bankastj. Iðnaðarbanka íslands hf. Benedikt Guðbjartsson, lögfr. Landsbanka íslands Ari Guðmundsson, starfs- mannastj. Landsbanka Isl. Stefán Stefánsson, aðalféh. Seðlabanka íslands Hermann Stefánsson, deildarstjóri afurðaeftirlits Seðlabanka íslands Aðalatriðin úr fyrirlestri Stefáns Sturlu Stef- ánssonar um afkomu bankanna voru þessi: Stefán Sturla Stefánsson, aðstoðarbankastjóri. Rekstrarafkoma viðskiptabankanna á árinu 1976 og rekstrarafkomuhorfur á þessu ári. Enn- fremur lýsti hann þróun þessara mála hjá bönk- unum á síðastliðnum fimm árum og að lokum gerði hann samanburð á tekjuafgangi, eigin- fjárstöðu, reksturskostnaði og vaxtamun hjá nokkrum erlendum bönkum og íslenzkum. í erindinu studdist hann við glærur, er hann skýrði jafnóðum. Pétur Sæmundsen, bankastjóri Iðnaðarbanka Islands bf. Pétur Sæmundsen gerði ýtarlega grein fyrir lánamálum iðnaðarins og lánveitingum til hans, miðað við aðrar atvinnugreinar. í kveðjuhófinu hlýddu þátttakendur á meist- aralega lýsingu Friðjóns Sveinbjörnssonar, spari- sjóðsstjóra í Borgarnesi, á dýrðlegri náttúru- fegurð og mannlífi í Borgarfirði. IV. SAMKOMULAG VIÐ BANKANA UM BREYTINGAR Á STARFSEMI BANKA- MANNASKÓLANS Með nýju samkomulagi sem undirritað var 1. nóv. 1977, er gert ráð fyrir breyttri skipan á starfsemi skólans og auknum fjárframlögum til hans. 40 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.