Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 2
SINDUR
í heimsstyrjöldinni síðari voru í Austurríki
víða reistar æfingabúðir fyrir herflokka, sem
höfðu sérstöku hlutverki að gegna svo sem
landgöngusveitir, brúarbygginga- og feluliða-
sveitir (camouflage) o. s. frv.
Dag nokkurn var ung og snotur stúlka á leið
til herbúðanna, þar sem hún skyldi annast
hjúkrunarstörf. Heitt var í veðri og vegurinn
rykugur. Allt í einu kom hún auga á litla
tjörn skammt frá, — sá glitta í hana gegnum
lágvaxinn, þéttan skóg, sem óx á tjarnarbakk-
anum.
Nú datt stúlkunni gott ráð í hug, og þar
sem engin lifandi sál var í augsýn, stökk hún
niður að tjörninni, reif sig úr öllum fötum og
stakk sér til sunds. Að baðinu loknu, tók hún
sér gott sólbað í skógarrjóðrinu. — En allt í einu
birtist undirforingi, sem skimaði ákaft í kring
um sig. Stúlkan stökk til og flýtti sér í fötin, og
það stóðst á endum, að hún var að hneppa síð-
asta hnappnum á kjólnum sínum, þegar for-
inginn kom fram úr skóginum.
Foringinn lét sem hann sæi hana ekki, heldur
gekk fram úr skóginum, snerist þar á hæli og
öskraði: „Feluliða-he, sveit — af stað — áfram
gakk.“ — Og allur skógurinn þrammaði af stað!
Þegar Mark Twain fór fyrst að halda fyrir-
lestra, þjáðist hann mjög af sviðgeig. Tók hann
þá til bragðs, að setja einn og einn af kunningj-
um sínum víðsvegar um áheyrendasalinn, og
skyldu þeir, að gefnu merki, reka upp skelli-
hlátur. Þessar öryggisráðstafanir sýndu sig þó
fljótlega að vera óþarfar — því hann var
fljótur að ná sínum töfratökum ó áheyrendum.
— Ein frægustu ávarpsorð hans voru svohljóð-
andi: „Júlíus Cæsar er dauður — Napóleon er
dauður — Abraham Lincoln er dauður — og
jafnvel ég sjálfur er hálf lumpinn."
Enskur áhugamaður í stuttbylgju-samtölum
hafði lengi og árangurslaust, reynt að ná tali af
einhverjum á Skotlandi — stuttbylgja 2BO. —
Einn vina hans kom honum til hjálpar í neyð-
inni, og sá hefur áreiðanlega vitað lengra en
nef hans náði. Hann þreif sparibyssuna sína og
skók hana ákaft við tækið, svo hátt lét í skild-
ingum. — Og það var eins og við manninn
mælt; jafnskjótt heyrðist áköf rödd utan úr
ljósvakanum: „Halló, halló, hér er Aberdeen •—
Aberdeen er hér.“
Virðuleg eldri kona kynntist glæsilegum
manni, sem var allmixlu yngri en hún. Eftir
nokkra mánaða kynningu féllst hún á að lána
honum sparifé sitt í fyrirtæki hans. Eftir það
hvarf hann án þess að skilja eftir sig nokkur
spor.
Konan fór til lögfræðings síns og tjáði honum
raunir sínar.
„Já, en hvers vegna grennsluðust þér ekki
um ástæður mannsins, áður en þér lánuðuð
honum féð?“ spurði lögfræðingurinn. „Þér hefð-
uð t. d. getað leitað ráða hjá mér.“
„Það veit ég vel,“ sagði hin virðulega eldri
kona. „En ég óttaðist að þér munduð ráða mér
frá því að lána honum peningana.“
ÚTVARPSTÍÐINDI
óska lesendum sínuni
GLEÐILEGRA J ÓLA
°g
FARSÆLS NÝ ÁRS
og þnkka stuðning við bluðið á
árinu sem er að líða.
«>------------------------.>
ÚTVARPSTÍÐINDI — útvarps- og skemmtiblað. Flytur auk dagskrárkynningar
allskonar efni til skemmtunar og fróðleiks. — Ritstjórar: Guðm. Sigurðsson, Sig-
túni 35, sími 5676 og Jóhannes Guðfinnsson, Laugaveg 46, simi 1259. — Afgreiðsla:
Sigtúni 35, sími 5676. — Áskriftarverð kr. 40,00. Lausasöluverð kr. 4,00 eintakið. —
Prentað í Prentfelli h.f., Hörpugötu 14, sími 6936. — Utanáskrift: Útvarpstíðindi,
Pósthólf 121, Reykjavík.
4>
2
--------------4>
ÚTVARPSTÍÐINDI