Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 13
„En gætuð 'þér ekki lært þetta, Fore- man?“ spurði annar safnaðarfulltrúinn „Nei, herra, ég er hræddur úm ekki. Ég er farinn að eldast og fyrst ég gat ekki munað stafina þegar ég var ung- ur, held ég að það séu ekki mikil lík- indi til þess núna.“ „Við viljum ekki vera ósanngjarnir við yður, Foreman,“ sagði presturinn. „En ég og safnaðarfulltrúarnir höfum tekið ákvörðun. Við gefum yður þriggja mánaða frest, og ef þér kunnið ekki að lesa og skrifa þá, neyðumst við til að láta yður fara.“ Albert Edward hafði aldrei geðjast að hinum nýja presti. Hann hafði sagt þeg- ar í upphafi, að það hefði ekki verið rétt að láta hann hafa þetta embætti. Og nú rétti hann úr sér. Hann þekkti vel gildi sitt og ætlaði ekki að láta beita sig of- beldi. „Mér þykir það leitt, herra minn, en ég tel það tilgangslaust. Ég er orðinn of gamall til að læra. Ég hef komizt af þessi ár án þess að kunna það og án þess að ætla að hrósa sjálfum mér, tel ég mér óhætt að segja, að ég hafi gert skyldu mína í þessu starfi, sem forsjóninni þóknaðist að veita mér, og þótt ég gæti lært það núna, er ég ekki viss um að mig langaði til þess.“ „í því tilfelli, Foreman, er ég hrædd- ur um að þér verðið að fara.“ „Já, ég skil það vel og ég skal með á- nægju taka við lausnarskjali mínu, strax og þér hafið fundið eftirmann minn.“ En þegar Albert Edward hafði með sinni venjulegu kurteisi lokað kirkju- dyrunum á eftir prestinum og safnaðar- fulltrúunum gat hann ekki lengur hald- ið uppi þeim virðuleik, sem hann hafði móttekið þetta áfall með og varir hans titruðu. Hann gekk hægt inn í skrúð- húsið og hengdi upp þjónskufl sinn. Hann gekk frá öllu, fór í frakka sinn, tók hattinn í hönd sér og gekk niður h’iðarstúkuna. Hann læsti kirkjudvrun- um um leið og hann fór út. Hann gekk hægt yfir torgið og var þungt hugsi, en fór ekki veginn heim, þangað sem bolli af sterku tei beið hans, heldur gekk ró- lega í aðra átt. Honum féll ekki að sam- þykkja þetta ástand eftir að hafa verið sinn eigin húsbóndi í svo mörg ár. Hann hafði sparað saman álitlega fjárupp- hæð, en ekki nógu mikla til að lifa á, án þess að gera neitt og lífsnauðsynjar urðu dýrari með hverju árinu. Hann hafði aldrei búizt við að sæta slíkri meðferð. Kirkjuþjónar í St. Péturskirkjunni, gegndu ei'ns og páfinn í Róm, starfi sínu til æviloka. Hann hafði oft hugsað um þá hjartnæmu ræðu, sem presturinn myndi helga löngum og tryggum starfs- ferli og sérstæðum einkennum síðasta kirkjuþjóns, Alberts Edwards Fore- mans, við aftansöng fyrsta sunnudag eftir lát hans. Hann andvarpaði. Albert Edward reykti ekki og var alger bindindismað- ur á áfengi innan vissra takmarka, þ. e. a. s. honum þótti gott að fá bjórglas með mat, og vindling, þegar hann var þreytt- ur. Honum fannst nú að hann hefði gott af einum vindling og svipaðist um eftir verzlun, þar sem hann gæti keypt öskju af „Gold Flakes“. Hann sá hana ekki strax og hélt áfram göngunni. Þetta var löng gata með alls konar verzlunum, en þar var engin, sem seldi vindlinga. „Það var skrítið,“ tautaði Albert Ed- ward. Til að fullvissa sig, gekk hann til baka eftir götunni. Nei, það var engum blöð- ÚTV ARPSTÍÐINDI 13

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.