Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 39

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 39
Vinsælir dægurlagasöngvarar Svavar Lárusson. Alfreð Clausen. Ingibjörg Þorbergs. Á V f Ð O G DREIF Að gera öll- Það hefur vízt engum um tii hæfis. þeirra manna, sem frá stofnun ísl. Ríkisútvarpsins hafa um lengri eða skemmri tíma verið með í ráðum um efnisflutning þess, látið sér til hugar koma að í þeim efnum yrði hægt að gera öllum útvarpshlustendum til hæfið. Slíkt mun eitt af því marga, sem óframkvæmanlegt er, enda tekið sem sjálfsögðum hlut að í jafnstórum hópi séu skemmtana og fróðleiksþarfir fólks næsta ólíkar. Það verður því ein- ungis hægt að gera þá kröfu til þeirra manna, sem hverju sinni stjórna dag- skrá útvarpsins að þeir geri sitt bezta og reyni að verða sem flestum að liði í fullnægingu þessara þarfa. Og vafalaust munu fáir bera forráðamönnum út- varpsins það á brýn að þeir hafi legið á liði sínu það sem af er þessa vetrar með að gera útvarpið ánægjulegt, þó skiftar séu skoðanir um hvernig það hefur tek- ist, eins og kemur glöggt fram í gagn- rýni sumra dagblaðanna. En gagnrýn- endur útvarpsins ættu þó í skrifum sín- um að taka meira tillit til þeirra stað- reynda, sem núverandi útvarpsstjóri skýrði mjög glöggt í haust, þegar hann ræddi við blaðamenn um starfsemina í vetur, nefnilega erfiðleikana á að út- vega nógu fjölbreytt dagskrárefni í okk- ar fámenna þjóðfélagi. Það hefur aldrei verið ætlun þessa blaðs að amast við réttlátri gagnrýni á útvarpið, þótt það hins vegar telji að því aðeins geti gagnrýni komið að notum, að hún sé byggð á fullum rökum. Of mikii Útvarp.1gagnrýnandi sem gestrisni. nefnir sig Almar, skrifar vikulega í Morgunblaðið athyglisverð- ar greinar um dagskrá útvarpsins, þótt hann hins vegar verði að sleppa að minnast á marga dagskrárliði af þeirri ástæðu, að hann hafði ekki tækifæri til að hlusta á þá, eins og hann segir sjálf- ur. Um daginn minnist hann á gestrisni útvarpsins er hann telur á stundum ganga fulllangt og það með réttu. Hann segir t. d. svo um kvæðalestur Sigfúsar Elíassonar hinn 3. nóv. s.l.: „Kvæði þau, sem hann las upp voru öll ósköp lág- ÚTVARPSTÍÐINDI 39

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.