Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 41

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Qupperneq 41
lausum útvarpshlustendum. Samt sem áður hljóta hlustendur að álíta, að þeir sem þessum málum ráða, verði að gera einhverjar lágmarkskröfur um hæfni þess fólks, sem þeir hleypa að hljóð- nemanum. , , En svo aftur sé vikið að Vel lieppn- að íeikrita- dagskránni það sem af er val. þessa vetrar, er flest gott um hana að segja og margt ágætt. Laug- ardagsleikritin síðustu hafa verið hvert öðru skemmtilegra og vel flutt. Leikrit Oscars’ Wilde naut sín raunar ekki til fulls, en þess ber að gæta, að mjög erf- itt hlýtur að vera að þýða orðaleiki og fyndni þá, sem svo mjög krydda leikrit- ið „The Importance of being Earnest“ sem er „farce“, svo að njóti sín til fulls. „Fílasagan", sem Lárus Pálsson hafði þýtt og annaðist einnig leikstjórn á, var skemmtileg og fjörleg lýsing á ofsjón- um tveggja drykkjumanna- Gerðu leik- endurnir því hin beztu skil. BÓKAMIÐLUN (Jón úr Vör) Varðarhúsið — Reykjavík Ef yður vantar einhverja bók, nýja eða gamla, þá spyrjist fyrir um hvort við get- um útvegað hana. Takið fram, hvort hún má vera lesin. Við Iátum yður vita um vcrðið. Ef þér hafið ekki fengið útsölu- bókaskrá Bóksalafélagsins, þá látið okk- ur vita. Verðið gildir til næstu áramóta, þá verður verð margra bókanna hækkað aft- ur, en aðrar munu hverfa af bókamark- aði og verða c. t. v. ófáanlegar næsta ára- tug. Verð bókanna er ótrúlega lágt. — Lcstrarfélög og bókamcnn ættu ekki að láta þetta tækifæri ónotað . BÓKAMIÐLUN (Jón úr Vör) Varðarhúsinu — Reykjavík Ríkisútvarpið Takmark Ríkisútvarpsins og ætlunar- verk er að ná til allra þegna landsins með hvers konar fræðslu og skemmtun, sem því er unnt að veita. Aðalskrifstofa útvarpsins annast um af- greiðslu, fjárhald, útborganir, samninga- gerðir o. s. frv. Útvarpsstjóri er venjulega til viðtals kl. 2—4 síðdegis. Sími skrif- stofunnar er 4993. Sími útvarpsstjóra 4990. Innheimtu afnotagjalda annast sérstök skrifstofa. Sími 4998. Útvarpsráðið (Dagskrárstjórnin) hefur yfirstjórn hinnar menningarlegu starfsemi og velur útvarpsefni. Skrifstofan er opin til viðtals og afgreiðslu frá kl. 2—4 síð- degis. Sími 4991. Fréttastofan annast um fréttasöfnun innanlands og frá útlöndum. Fréttaritarar eru í hverju héraði og kaupstað landsins. Sími fréttastofu: 4994. Sími fréttastjóra: 4845. Auglýsingar. Útvarpið flytur auglýsing- ar og tilkynningar til landsmanna með skjótum, áhrifaríkum hætti. Þeir, sem reynt hafa, telja útvarpsauglýsingar á- hrifamestar allra auglýsinga. — Auglýs- ingasími 1095. Verkfræðingur útvarpsins hefur dag- lega umsjón með útvarpsstöðinni, magn- arasal og viðgerðastofu. Sími verkfræð- ings er 4992. Viðgerðarstofan annast um hvers konar viðgerðir og breytingar viðtækja, veitir leiðbeiningar og fræðslu um not og við- gerðir viðtækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995. Takmarkið cr: Útvarp inn á hvert heim- ili! Allir landsmenn þurfa að eiga kost á því að hlusta á æðaslög þjóðlífsins; hjartaslög heimsins. Ríkisúlvarpið. ÚTVARPSTÍÐINDX 41

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.