Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 9
Klukkarinn: Seð fólkið! Hér er hungursfeikn. Margir menn: Já, heyrðu prestur, gjörðu teikn! Brandur: Ó, hversu þungt er hlekkja-hýðið, þið heimtið launin fyr en stríðið. Nei, burt með óp og eymdar-köf, eða’ aftur heim í sömu gröf! Kennarinn: Jú, rétt fer hann, við hljótum stríða, og hnossins fyrst í trúnni bíða. Brandur: Já, fólk, þín von skal vissa gjörð, eins víst og Drottinn stjórnar jörð! Margir: Við hlýðum, sjá við höfum spámann! Einn mað'ur: Hvar er sigurinn? Eg vil fá hann! Annar: Verður ei stríðið voða-skætt? Enn annar: Verður ei lífi mínu hætt? Kennarinn: (í hálfum hljóðum). Þarf >ég að hugsa’ um hálfa raun? Annar maður: Hvar eru mér nú boðin laun? Ólafur Thors, forsætisráðherra, flytur ávarp í útvarpið á gamlárskvöld. Klukkarinn: Um það, hve lengi þurfi að stríða, og því næst um hvað kosti raunin, og síðast, — hver sé sigurlaunin. Brandur: Þeir æskja svars? Kcnnarinn: Já, áð’r en fóru í öðrum þönkum flestir vóru. Brandur: Svo hlýðið til! Múgurinn: En hef þú tal! Ein kona: Ég vona lífs að sjá minn son? Klukkarinn: Er sigursins á morgun von? Brandur: (Lítur í kringum sig). Um hvað er spurt með hræðslu-kvíða? Brandur: Hve lengi stríðið standa skal? Það standa skal til lífsins enda, unz þér hafið allar fórnir fært, og forðast undanbrögðin lært — unz viljans kunnið bogann benda, og boðorð Drottins: Gef þú allt! í hverri sálu hljómar snjallt! Hvað kosti stríðið! Gjörvöll goðin, ÚTVARPSTÍÐINDI 9

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.