Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 19

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 19
fyrir utan gluggann, né heldur á klukk- una. Hann sökkti sér niður í tónverk gömlu meistaranna, með sömu áfergju og fornleifafræðingurinn grefur upp borgir genginna kynslóða og menning- ar og þegar hann heyrði í fyrsta sinni „I know that you know“ eftir Jerome Kern og „Alexander Ragtime Band“ eftir Irv- ing Berlin, vissi hann fyrir víst hvert hugur hans stefndi. Það varð honum að báðu jöfríu, hugsjón og metnaðarmál, að gera negratónlistina — þá einu frum- legu og sönnu tónlist nýja heimsins — jafn viðurkennda og hlutgenga á sínu sviði, og klassiska tónlist gamla heims- ins er. Árið 1916 seldi Gershwin fyrsta lagið sitt. Það var „When you want them, you can’t get them“ fyrir 5 dollara, en þrem árum síðan var „Swanee“ á söngskrá Al- Jolsons í Winther Garden, og þetta lag, sem Gershwin „sló í gegn“ með, söng A1 viku eftir viku fyrir fullu húsi — og nú skiftu líka höfundarlaunin þúsund- um dollara. Næstu 4 árin — frá 1920—1924, samdi hann tónverk fyrir George White og leikflokk hans, en textana samdi Ira, broðir Gershwins, undir dulnefninu Arthur Jackson — þar eð hann kaus að skapa sér sjálfstæðan orðstý, án endur- skins frá hinu glæsta nafni bróðursins. Og þar sem söngvar Ira voru ferskir og frumlegir, á sinn hátt eins og lögin, hófst þarna hin heillavænlegasta sam- vinna, þó misjafn væri vinnuhraðinn því venjulega var Gershwin a. m. k. þrem- ur lögum á undan bróður sínum, þegar þeir voru að semja söngleik. Þegar Gershwin var tuttugu og sex ára gamall, var hann orðinn þekkt tón- skáld, en að kvöldi hins 12. febrúar 1924 var „Rhapsody in blue“ frumsýnd í Acloian Hall í New York — stjórnandi hljómsveitarinnar var Paul Whiteman og slaghörpuleikarinn var Gershwin sjálfur —• og á samri stundu varð hann heimsfrægur. Viðstaddir þessa sögufrægu frumsýn- ingu var háaðall tónlistarinnar, svo sem Rachmaninoff, Godowsky, Kreisler, El- man, Heifetz, Damrosch, Stokowski og Stravinsky. Allir voru á einu máli um að þetta væri stórfengleg og voldug tónlist — að einum undanteknum. Og það var George Gershwin sjálfur. Hann var aldrei fullkomlega ánægður með neitt af verkum sínum. „Bannsettur aulinn,“ sagði Paul Whiteman með tárin í augunum, við lokaæfinguna á „Rhapsody in blue“. — „Heldur hann virkilega, að hægt sé að endurbæta þetta verk?“ Næstu sex árin staðfestist orðstýr Gershwins sem snjallasta og frumlegasta tónskálds Ameríku, svo ekki varð um deilt. Rak nú hver söngleikurinn annan: „Lady bee good“ og „Sveet little devil“ árið 1924; „Tell me more“, „Tip toes“ og „Song of the flame“ árið 1925; „Oh kay“ árið 1926; „Funny face“ árið 1927; „Rosa- lie“ og Treasure girl“ árið 1928; „Show girl“ árið 1929 og „Strike up the band“ og „Girl Crazy“ árið 1930. Og svo árið 1931, féll honum enn meiri frami í skaut, þegar honum voru veitt Pullitzer-verðlaunin fyrir „Of thec I sing“ — og þannig varð Gershwin fyrsta tónskáldið í sögu leikhúsanna, sem hlotnaðist þessi eftirsótti heiður. Þegar hér var komið sögu, myndi hvert venjulegt tónskáld í hans spor- um hafa verið sífellt í sjöunda himni eða ofar, — en Gershwin bjó sér sjálf- ÚTV ARPSTÍÐINDI 19

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.