Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 4

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 4
Um þrítugt var hún œsku fegurð firrt sem frosið inniblóm, án ilms og lits, og einkis vænti meir og augun sljó og tóm. Hún gekk til móts við sœvardauðans seið, er sefar harm og reiði. Um vorið fluttu brœður hennar burt og bærinn stóð í eyði. Um eyðifjörðinn kynjasaga komst á kreik hin næstu ár. Þar fljóta sást er birtu bregða tók, á bylgjum konuhár. Og sjómenn fundu oft um óttu þar til uggs á fiskimiði- — Sem likföl vofa læddist kringum þá í leit að týndum friði. í allra hugum eitur þetta brann, sem eitri menguð veig. Og fleiri og fleiri sáu þessa sýn, er sól við fjallið hneig. En brimhljóð fannst þar öðrum annarlegt og ekkasogum blandið. Og bátar hættu sókn á þessi svið, og sagan barst um landið. Og geigur óf sitt gegnumsœja lín, um gamlan eyðibæ. En einstig fjallsins ferðamaður kleif eitt fagurt kvöld í maí. Af svefni rís, sem sumarskrúðið grænt, vort sorgarblóm á vorin: Hér stóð einn bær, hér stjarna fögur skein. Hér steigst þú fyrstu sporin. Sá hugsar margt, sem þunga byrði ber og býr við litinn kost. Hann veit hve næmur góugróður er ef gerir nœturfrost: 4 Kom œskuheit, þú œvi minnar sorg, þú undur drauma minna. Kom hingað, vofa bleik, í feigs manns faðm til fornra vinakynna. Er dauðinn ekki bezti vinur vor, sé vel að öllu gáð? Hann berst á dimmum vængjum allra veg og veitir lausn í náð. — Þeir fundu látinn bónda úr nœstu byggð, við brotinn stofuglugga, í fyrstu göngum fjórir leitarmenn, í fjallsins hljóða skugga. Að jólum Gláms er ennþá glyrna köld, gamlir stofnar riða, yfir hina heiðnu öld hrynur óttans skriða- Nú er jóla kyrrðar-kvöld komið til að friða. Ég vil opnum heilsa hug hverri gleðisending, láta andann fara á flug falinn blindri hending. Trú á örlög almáttug er mín þrautalending. Það hefir illa að mér sótt, undirdjúpin toga. Verður gott að vaka í nótt, vita kertin loga, Meðan sólin sætt og rótt sefur handan voga. ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.