Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 15

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 15
að gera, næst þegar þér komið, er að undirrita skjalið." „Það gæti ég að vísu gert,“ sagði Al- bert hikandi. „En hvernig gæti ég vitað, hvað ég er að skrifa undir?“ „Ég býst við að þér séuð læs,“ sagði bankastjórinn vingjarnlega. Foreman brosti uppgerðarbrosi. „Það er nefnilega það, ég er ekki læs. Ég veit að það hljómar undarlega, en þar liggur hundurinn grafinn. Ég kann hvorki að lesa né skrifa, aðeins nafnið mitt, en það lærði ég, þegar ég lagði út í viðskiptalífið." Bankastjórinn varð svo undrandi að hann spratt á fætur. „Þetta er það furðulegasta, sem ég hef nokkru sinni heyrt.“ „Þannig er það nú samt. Mér gafst aldrei tækifæri til þess • fyrr en svo seint og þá hafði ég einhvern veginn ekki áhuga á því. Ég var of þrár.“ Bankastjórinn glápti á hann eins og hann væri fornsöguleg ófreskja. „Og ætlið þér að segja mér að þér hafið komið upp þessum stórkostlegu fyrirtækjum og lagt fyrir þrjátíu þús- und pund, án þess að kunna að lesa og skrifa. Hamingjan góða! Hvað hefði orð- ið úr yður ef þér hefðuð kunnað það?“ „Það get ég sagt yður,“ svaraði Albert Edward brosandi. „Ég myndi vísa fólki til sætis í St. Péturskirkjunni við Ne- ille Square.“ G. G. þýddi. Enskt blað tilkynnti andlát prests nokkurs með þessum orðum: „Séra K. yfirgaf þenna táradal og fór til himna í morgun." Seint um kvöldið barst ritstjóranum for- gangshraðskeyti svohljóðandi: „Séra K. ókominn ennþá. Er orðinn mjög kvíðandi um hann. — Sankti Pétur.“ Njálssaga í útvarpinu Ríkisútvarpið hefur nú aftur tekið upp þann sið, að láta lesa úr íslenzkum fornsögum og hefur Njála orðið fyrir valinu á þessum vetri. Njála var lesin í útvarpinu fyrir tíu árum, en lestur hennar verður vafalaust jafn kærkom- inn hlustendum að þessu sinni fyrir því, og ber einkum tvennt til, vinsældir þessa íslenzka öndvegisskáldverks og framúr- skarandi flutningur prófessors Einars Ól. Sveinssonar. En skýringar hans á efni og orðalagi íslenzku fornsagnanna hafa áreiðanlega orðið hlustendum mik- ilsvirði til skilningsauka á þessum bók- menntaafrekum forfeðra vorra. Væri óskandi að unga kynslóðin í landinu notaði nú tækifærið og fylgdist með lestri prófessors Einars Ól. Sveins- sonar í útvarpinu í vetur, en eldra fólk- ið sem þekkir Njálssögu mun áreiðan- lega ekki setja sig úr færi um að njóta töfra hennar eitt sinn enn. Jarðarför Meiers kaupmanns var nýafstaðin. Nánasti vinur hins látna, Muller að nafni, kom inn á veitingahús dapur mjög í bragði. „Hvað er að yður, Múller, þér eruð náfölur og titrandi?" spurðu kunningjarnir samúðarfullir. „Það er hræðilegt .... næstum því óbærilegt, hver örlög Meier sálugi hlaut,“ stundi Múller upp. „Nú, hvað kom fyrir? Segið okkur það!“ „Honum hefur verið fleygt niður í fjölda- gröf.“ „Það kemur ekki til mála.“ „Jú, ég veit það fyrir víst! .... Það standa þessi orð á legsteininum: Hér hvílir Ignaz Meier. Með honum var til grafar borinn heiðarlegur kaupmaður, sem ekki mátti vamm sitt vita.“ ÚTVARPSTÍÐINDI 15

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.