Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 12
Presturinn gekk á undan Albert Ed- ward inn í skrúðhúsið. Albert var undr- andi er hann sá tvo sóknarfulltrúa þar inni, því að hann hafði ekki séð þá koma inn. Þeir kinkuðu vingjarnlega kolli til hans. „Gott kvöld, herrar mínir,“ sagði hann. Þeir voru eldri menn, báðir tveir, og höfðu verið safnaðarfulltrúar nærri því eins lengi og Albert Edward hafði verið kirkjuþjónn. Þeir sátu nú við borðið og presturinn tók sér sæti í tómum stól á milli þeirra. Albert Edward leit af þeim niður á borðið og grundaði dálítið órólegur hvað væri á seyði. „Hann hefur vélað þá til að gera eitt- hvað, sem þeim geðjast ekki að,“ sagði hann við sjálfan sig. „Ætli ég eigi ekki kollgátuna." Presturinn hóf glaðlega mál sitt. „Foreman; við þurfum að ræða hálf- leiðinlegt mál við yður. Þér hafið starf- að hér í mörg ár og ég held að herra biskupinn og söfnuðurinn séu mér sam- þykkir í því að þér hafið uppfyllt skyld- ur starfs yðar á fullnægjandi hátt í einu og öllu.“ Safnaðarfulltrúarnir tveir kinkuðu kolli. „Ég fékk vitneskju um mjög óvenju- ■ legt ástand um daginn og fannst skylda mín að skýra safnaðarfulltrúunum frá því. Mér til mikillar undrunar sá ég að þér eruð hvorki læs né skrifandi." Andlit kirkjuþjónsins bar ekki vott um að hann væri í neinum vanda stadd- ur. „Fyrirrennari yðar vissi það, herra,“ svaraði hann. „Hann sagði að það gerði ekkert til, heimurinn væri alltof mennt- aður, að sínu áliti. „Ég hef aldrei heyrt annað eins,“ öskr- aði presturinn. „Ætlið þér að segja okk- ur, að þér hafið verið þjónn í þessari kirkju í sextán ár, án þess að hafa lært að lesa og skrifa?“ „Ég gerðist þjónn tólf ára gamall. Matsveinninn á fyrsta staðnum reyndi einu sinni að kenna mér það, en ég virt- ist ekki hafa tök á því og síðan virtist ég aldrei hafa tíma. Ég hef aldrei fundið neitt til þess. Ég held að mikill fjöldi ungra manna eyði of miklum tíma til lestrar, þegar þeir gætu gert eitthvað gagnlegt.“ „En langar yður ekki til að fylgjast með fréttunum?“ spurði annar safnað- arfulltrúinn. „Þurfið þér aldrei að skrifa bréf?“ „Nei, ég virðist komast af án þess. Og nú þegar allar þessar myndir eru í blöð- unum veit ég alveg hvað er að gerast. Konan mín er menntuð og þurfi ég að skrifa bréf gerir hún það fyrir mig.“ Safnaðarfulltrúarnir litu vandræðaleg- ir á kirkjuþjóninn og síðan niður á borð- ið. „Jæja, Foreman, ég hef rætt málið við þessa menn og okkur kom saman um að ástandið væri ómögulegt. Við slíka kirkju sem þessa getum við ekki haft þjón, sem hvorki er læs né skrifandi.11 Hið þunna og föla andlit Alberts Ed- wards roðnaði og hann tvísté órólega, en svaraði ekki. „Þér skiljið mig, Foreman, ég hef ekkert yfir yður að kvarta. Þér vinnið verk yðar fullkomlega vel og ég hef á- gætt álit á lunderni yðar og hæfileikum, en við höfum ekki leyfi til að hætta á það misferli, sem gæti orsakast af yðar sorglegu fáfræði." 12 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.