Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 7
ins, er heimti skilyrðislausa undirgefni af allri alþýðu. Ríkið, segir hann: „hader Frihed som en Sot/ men ynder Lighed saare godt.“ Brandur, sveitapresturinn og aðalper- sóna leikritsins, er algjör andstæða þess- ara embættismanna. Hann er hinn sterki persónuleiki, sem býður öllu byrginn og þorir að voga öllu eða engu. Leikritið hafði gífurleg áhrif, strax og það kom út í Noregi. Það var í senn heil- steypt listaverk og þrumandi prédikun hins mikla skálds yfir þjóð sinni. Er það mikið gleðiefni að eiga þess kost á þess- um jólum að fá að heyra Brand í út- varpinu og er ekki að efa að vel takist. Þýðing Matthíasar Jochumssonar á Brandi verður alla tíð talin eitt af af- rekum hans á því sviði, en eins og kunn- ugt er ber Matthías höfuð og herðar yfir alla landa sína í þýðingum á verk- um erlendra höfuðskálda. En það gekk ekki auðveldlega fyrir Matthías að koma þýðingu sinni á „Brandi“ á prent. En það er önnur saga, og þá sögu mun dr- Steingr. J. Þorsteinsson prófessor segja útvarpshlustendum áður en leikritið verður flutt. Útvarpstíðindi birta hér lítinn kafla úr „Brandi“ Ibsens og Matthíasar. Leihfifmœli. Ein af þekktustu leikkonum landsins, frú Þóra Borg átti fyrir nokkru 25 ára leikafmæli. Hún er dóttir hinnar frægu leikkonu Stefaníu Guðmundsdóttur og á því ekki langt að sækkja hæfileika sína, enda byrjaði hún strax á barnsaldri starf sitt á leiksviðinu og hefur alla tíð notið mikillar hýlli leikhúsgesta og unnið marga sigra í þjónustu frú Thaliu. Ú r „ B R A N D I “ (Brandur, prestur í lítilli og fátæklegri sókn norðarlega í Noregi, ætlar að kenna söfnuði sínum ströngustu kröfur kristinnar trúar og á útaf því í höggi við valdamenn héraðsins, pró- fast og fógeta. Múgurinn þyrpist kringum Brand, þar á meðal klukkarinn og kennarinn. Þeir lyfta Brandi upp á herðar sér). Margar raddir: Mikli dagur! Táknin tala! Tökum rás til fjallasala! ( Fólkið æðir til fjalla; fáeinir eftir). Prófasturinn: (Kallar á eftir þeim sem fara). Steinblint fólk! Hvað stendur til? Stökkvið ei, því fjandans spil brúkar hann svo blekkist þið! Fógctinn: Hverfið aftur heim í frið! Heim í gömlu friðarlónin. Hvert þá? Beint á heljarsvið? Hm, þeir gegna’ ei, bannsett flónin! Prófasturinn: Hugsið þið um byggð og bú! ÚTVARPSTÍÐINDI 7

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.