Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 40

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Page 40
SAGA og MENNING Sunnudaginn 15. nóv. flutti Vilhj- Þ. Gíslason útvarpsstjóri fyrsta fyrirlestur sinn í erindaflokki er hann nefnir „Saga og menning“. Mun útvarpsstjóri flytja þessi erindi sín eftir hádegi á sunnudög- um næstu vikur, og ræða um „megin- stefnur í söguspeki samtíðar okkar“. Var fyrsta erindið að mestu inngangur á greinagerð um efni erindanna og niður- röðun þess. Eftir þeim inngangi að dæma, er hér um að ræða miög yfir- gripsmikið efni og er ekki að efa, að Vilhjálmur geri því þau skil, að útvarps- hlustendum verði erindi þessi bæði til fróðleiks og skemmtunar. kúrulegur og lélegur skáldskapur, hugsunin óljós og vængjatakið þrótt- laust. Hér ber að sama brunni og minnst hefur verið á í þessum þáttum: Útvarp- ið er alltof gestrisið. Það hleypir að hljóðnemanum hverjum lítilsigldum söngvara sem er og hverjum bögubósa. Er það illa farið, því að útvarpið ætti miklu fremur að vera svo vandlátt í þessu efni að það þætti sérstakur heiður að fá að koma þar á framfæri list sinni, hvort heldur það er söngur, Ijóóðagerð, upplestur eða annað.“ Útvarpstíðindi vilja taka undir þessi niðurlagsorð, edna þótt það sé ljóst, að það er miklum erfiðleikum bundið að fá að staðaldri eingöngu úrval íslenzkra listamanna og annarra andans manna til að koma fram í útvarpinu. En þótt bogin væri ekki spenntur svo hátt, Vilhjálmur I>. Gislason, útvarpsstjóri flytur áramótaræðu á gamlárskvöld. er það vægast sagt mjög hvimleitt þegar útvarpshlustendum er boðið upp á ómerkilegan leirburð, og það jafnvel, þótt ekki sé hann jafn þoku- kendur og skáldskapur manns þess er greinarhöfundur nefnir. Mætti nefna næg dæmi í þessu sambandi, en hér skal aðeins bent á eitt. Það er ekki ósjaldan kynnt í útvarpinu að nú lesi Sigurlaug Árnadóttir smásögu eftir Guðlaugu Benediktsdóttur. Hvaða erindi þessar smásögur eiga að eyrum venjulegra hlustenda er vandfundið, og höfundin- um gerður mjög vafasamur greiði með því að opinbera alþjóð getuleysi hans á sviði skáldskaparins. En vafalaust eiga þeir sem ráða dagskrá útvarpsins mjög í vök að verjast fyrir ásóknum þeirra er telja sig sérstaklega til þess fallna að vera skemmtikraftar frammi fyrir sak- 40 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.