Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 27

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Síða 27
þeirri gömlu reynslu að þar sem mikið er samankomið af svartfugli á sjónum, þar er og mikið samankomið af fiski fyr- ir neðan). — Múkkinn er aftur á móti horfinn án skýringar, án nokkurrar skiljanlegrar ástæðu. Bara horfinn. Nei, þetta var eingöngu svartbakur, grámáfur og rýta, og langmest af svart- baknum. Fyrst flaug hann í kringum okkur, þögull, þolinmóður og þraut- seigur fugl hafsins. En svo varð hann leiður á að fljúga og settist á sjóinn og gaf okkur auga. Þetta var okkar fugl. Fyrsta netið var úr hampi, og aðeins fjórir eða fimm fiskar í því. En okkur fannst það samt góður afli, því að ef fjórir fiskar koma í hampnet, má búast við tuttugu, þrjátíu og allt upp í f jörutíu fiskum í nælonnet, — og að undanteknu þessu eina neti var eintómt nælon í trossunum ókkar. — Já, menn trúa því varla fyrr en þeir sjá það sjálfir, en þetta eru engar ýkjur, nælonið er 5j—10 sinn- um fisknara en hampurinn. Enda er það eingöngu að þakka næloninu, að menn skúli vera farnir að veiða þorskinn þarna í net á þessum tíma. Þetta er sem sé fyrsta haustið sem slíkar netjaveiðar eru stundaðar að nokkru ráði hér í Bugt- inni, og felst í þessu ekki lítill atvinnu- legur ávinningur, því að síðan friðunin kom með sitt bann við trolli og snur- voð hefur haustið verið næstum alveg dauður tími fyrir viðkomandi báta. Og táknar þetta eflaust upphaf nýrra tíma í netjaveiðum íslendinga, því að þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða að nælonið leysi hampinn algjörlega af hólmi á öllum miðum við strendur þessa lands. Sú varð og raunin, sem við höfðum gert ráð fyrir: eftir að nælonið bvrjaði var brátt kominn bingur af fiski í renn- una, sem netin fóru eftir yfrum bátinn og út að bakborðslunningunni þar sem þeir Halldór og Þorgeir tóku við þeirn og greiddu niður jafnóðum. Kristmund- ur stóð við rennuna og greiddi fiskinn úr og fleygði honum aftur fyrir í hólf það á dekkinu, sem við kölluðum mið- kassann, en Guðmundur stóð með gogg í hendi við rúlluna þar sem netin komu upp á og kippti fiskinum inn fyrir, jafn- skjótt og hann var kominn úr sjó og hékk í lausu lofti. Er mikilsvert að sá starfi sé vel af hendi leystur, því að nælonið í netjum þessum, sumum, er mjög fínt, enda eftir því fisknara, sem það er fínna, og getur rifnað illa undan þunga fisksins. Ný hampnet eru fullt eins sterk og ný nælonnet, enda er hampþráðurinn miklu gildari en nælon- þráðurinn, þó að nælonið hafi raunar allan vinninginn fram yfir hampinn, er til endingarinnar kemur, því að hamp- urinn er orðinn grautfúinn eftir 10—12 lagnir, þar sem aftur á móti nælonið fúnar alls ekki. Skipstjórinn var við stýrið og andæfði. Það hélt áfram að vera jafn mikið í netjunum, og við vorum komnir í gott skap. Og við sögðum: „Þau eru bara bunkuð.“ Eða: „Þau eru bara seiluð.“ Eða jafnvel: „Þau eru bara gráseiluð.“ Og Guðmundur stýrimaður, sem ávalt fylgdist með því hvað netjunum leið fyrir utan borðstokkinn, hann sagði: „Það lýsir vel niður núna. Það lýsir eins langt og augað eygir.“ Og það hýrnaði líka yfir fuglinum þar sem hann sat á sjónum, og hann teygði úr hálsinum, og stundum flaug hann ÚTVARPSTÍÐINDI 27

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.