Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 29

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 29
ýsu, skarkola og smálúðu, því- það er venjan, að þeim mun minna sem kemur af þorski, þeim mun meira kemur af öðrum fisktegundum. Sömuleiðis var einn og einn ufsi af stærstu gerð, stíf- ur viðkomu og blár um kjaftabeinin eins og honum væri ákaflega kalt. Er slíkur stórufsi tíðum nefndur reiðhestur á sjómannaháli, og við sögðum ho, ho, þegar hann birtist á rúllunni. En mér hafði sem sagt orðið á að raula slagarann um hann Lukta-Gvend, og nú fór að hvessa af norðaustri eða austri. Og skömmu síðar var komin svolítil bára og skvetti stundum á okkur, þegar báturinn sneri þvert við henni. En fugl- inn sat þarna enn á sjónum og gaf okk- ur auga. Beið. Og enn herti veðrið, og það fóru að fylgja því snörp él með stóru hagli, og þetfa dundi á okkur og sjónum og fuglinum. En fuglinn stytti bara lítið eitt í hálsinum og hélt áfram að bíða; jafn rólegur, jafn þögull, jafn þolinmóður. Þetta var okkar fugl. Eftir aðra trossuna fórum við aftur í og fengum okkur að borða úr nestistösk- unum og helltum upp á könnuna. — Klukkan var þá langt gengin ellefu, og höfðum við verið í meðallagi fljótir að draga þennan morgun. Venjulega vor- um við klukkutíma og upp í hálfan ann- an með trossuna, en í hverri trossu eru að jafnaði 10—14 net, og hvert net 30 faðma langt, dýptin um einn og hálfur faðmur. Fór hraðinn að sjálfsögðu mest eftir því, hve mikið var í, en einnig gat veður haft þar nokkur áhrif á. Þarna norðan til í Bugtinni þarf hinsvegar ekki að hafa neinar sérstakar áhyggjur af straumum; en um það gegnir öðru máli þegar lagt er suður í Garðsjó. Þar er oftast fossandi straumur, og venju- lega alveg undir hælinn lagt, hvort menn fá nokkuð af netjum sínum klárt úr þeim sjó. Til dæmis gerðist það einn daginn. að bátur, sem var með bilað spil, bað okkur að draga fyrir sig trossu, sem hann hafði lagt alveg úti á móts við Garðskagatána, og gerðum við það. En þegar til kom, hafði straumurinn leikið trossu þessa svo grátt, að sex eða sjö net voru orðin að einum hnút, og urð- um við að setja margar stroffur á hnút- inn og nota bómuna og stóra spilið til að hífa hann um borð. Það var meiri flækjan. En sá hluti trossunnar, sem haldizt hafði klár var fullur af fiski, enda eru þarna hin ágætustu mið, og sækja bátarnir mikið í Garðsjóinn þeg- ar afli tregðast norður frá, einkum í smástrauminn. En jafnvel í smástraum- inn geta menn átt von á að fá þar tross- ur sínar eins illa leiknar og þetta dæmi sýnir. Það stóðst á endum, að þegar við vor- um búnir að kyngja snarlinu, stanzaði skipið hjá þriðju og seinustu trossunni. Það var sæmileg veiði í þessa trossu, og þegar hún var öll inni, mun hafa verið komið eitthvað á 5. tonn í bátinn. Lögðum við hana þarna á sama stað, og einnig trossu þá, sem við höfðum dregið næsta á undan, og að svo búnu tók Páll skipstjóri stefnuna inn Flóann til Reykjavíkur. En við hinir skutumst enn inn í eldhús og fengum okkur heitan kaffisopa og röbbuðum saman í róleg- heitum, þangað til Guðmundur stýri- maður sagði að ekki dygði annað en fara að slíta innan úr þessum kvikind- um, ef við ætluðum að vera búnir þegar komið yrði í land. Nú höfðum við vindinn á móti og var hann enn að hvessa og komin talsverð á- ÚTVARPSTÍÐINDI 29

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.