Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 31

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 31
TÓMSTUNDAÞÁTTUR Þegar vetur gengur í garð, leita smá- fuglarnir heim að bústöðum mann- anna í trausti þess, að þeim verði ekki gleymt, þegar matarafgangar falla til á heimilunum. Margir hafa líka þann góða sið, að gefa smáfuglunum mjöl og korn, út á skaflinn þegar harðnar í ári. En Kári er kenjóttur karl og feykir fóðri þeirra burt, eða hylur snjó. En ef þið smíðið fóðurhús handa þeim, eins og sýnt er hérna á myndinni, geta þeir notið mat- arins í hlé við vindinn. Húsið snýst um ás eða öxul, en trén og girðingin vinna eins og stýri á vindhana. Opið snýr því alltaf undan veðrinu.. Skýringar eru að mestu óþarfar; en á aðalmyndinni (A) er sýnd breidd, lengd og hæð á gafli. Hæð á opinu er 20 cm. (allar tölur tákna cm. og þeim má auð- vitað breyta, ef með þarf). — Öxullinn, gildur járnteinn eða rör (%”) gengur upp í gegn um listann (x) undir gólfinu og upp úr þakinu. En að neðanverðu í gegn um trékefli, sem fast er í efni enda á löngu röri (2”); grafið í jörð eða haft utan á háum staur. Gólfið og listinn (x) hvíla á kúluleg- unni, en hún á rörendanum. — A litlu myndinni (B) er útbúnaður þessi ein- faldari og ódýrari. — Staur er grafinn í jörð eða boltaður við snúrustaur. Kubb- ur (x) með rauf í, þvingar ásinn að staurnum. Neðar eru tveir kengir, eða naglar, beygðir yfir ásinn. í stað kúlu- lega má hafa járnplötu ofan á staur- endanum en milli hennar og listans und- ir gólfinu, skífu, eða járnhring. Berið feiti þarna á milli. Tré (ca. 25 cm. há) og girðingar sagað úr krossviði (1—10 mm), eða masonit. Allt tréverk er vand- lega lakkborið, eða málað. — Látið nú sjá, að þið séuð góðir smið- ir; og munið að gefa fuglunum í vetur. J. P. LAUFSAGARMYNZTUR. Nú um margra ára skeið hefir þess ekki verið kostur að fá laufsagarmynztur. Er það illa farið, þar sem laufsögun er að báðu jöfnu til gagns og gamans, og hin ágætasta tómstundaiðja. Nú hefir góðvinur allra yngri hlustenda útvarpsins, Jón Pálsson, bætt úr brýnustu þörf þeii-ra í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, og teikn- •að nokkur mynztur og látið fjölrita þau, auk þess stuttorðar og greinargóðar leiðbeiningar um notkun þeirra. Þar eru t. d. mynztur af penna- hnífum, myndarömmum, vegghillum o. m. fl., sem er bæði í senn, smekkleg og snotur. — Út- varpstíðindi vilja vekja athygli yngstu lesend- anna á þessum nýju möguleikum til skemmti- legrar og gagnlegrar tómstundavinnu. J. G. ÚTVARPSTÍÐINDI 31

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.