Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 16

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 16
Jón Þórarinsson, tónlistarráðunautur útvarpsins. Eins og að líkum lætur verður mikið um góða tónlist í útvarpinu um þessi jól. Á aðfangadagskvöld syngja hinir vinsælu íslenzku söngvarar, Þuríður Pálsdóttir og Einar Sturluson, og má því segja að þau syngi inn jólin. Ýmsir frægir listamenn er hafa heimsótt oss á þessu ári hafa verið teknir á segulband og list þeirra geymd til jólanna eins og hvert annað góðgæti. Því miður getum við ekki gefið upplýsingar nema um fátt eitt af því, sem við eigum að fá að heyra um hátíðina, og skal þá fyrst fræga telja, Hjördísi Schymberg, kgl. hirðsöng- konu frá Stokkhólmi, sem hér var í vor og lék sem gestur í La Traviata við mikla hrifningu óperugesta. Gefst út- varpshlustendum nú kostur á að hlýða á söngkonuna um þessi jól, en Fritz Weis- chappel aðstoðar- JÓLA -TÓNLIST ÚTVARPSINS Þá verður útvarpað tónleikum hinnar ágætu grísku söngkonu, Diönu Eustrati, sem hér var í vor á vegum Tónlistarfé- lagsins. Við hljóðfærið er Herm. Hilde- brandt. í haust var útvarpað tónleikum hins frábæra þýzka söngvara Dietrich Fris- cher-Dieskau, og verður nú um hátíðina útvarpað öðrum tónleikum er hann hélt hér í Reykjavík. Þessi afburða listamað- ur vakti hér geysihrifningu, en héðan fór hann til Danmerkur, þar sem hann hélt tónleika og hlaut þar glæsilegri við- tökur en dæmi eru til í seinni tíð. Þó gátu vinir vorir Danir ekki dulið gremju sína yfir því, að Frischer-Dieskau skyldi ekki heiðra þá fyrr með söng sínum en oss íslendinga. Árni Kristjánsson aðstoðaði söngvar- ann af sinni alkunnu snilld. 16 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.