Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 36

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 36
9. Eina nóttina dreymdi Nasreddin, að einhver gæfi honum níu gullpeninga. Honum þótti hann rétta út höndina og segja: „Herra, hafðu þá að minnsta kosti tíu!“ Við þetta vaknaði hann og fann, að höndin var tóm. Hann lokaði augunum í skyndi og sagði: „Gefðu mér þá aftur! Ég ætla að gera mig ánægðan með þessa níu.“ 10- Einhverntíma seint að nóttu hitti næt- urvörðurinn Nasreddin hlaupandi úti á götu. „Að hverju ertu að leita úti á götu svona seint um nótt?“ spurði nætur- vörðurinn. „Svefninn hefur flúið mig og ég er að leita hans,“ var svar Nasreddins. 11. ♦ Nasreddin var boðið til veizlu. Hann klæddist gömlum og snjáðum fötum, og enginn vildi líta við honum. Hann laumaðist heim til sín svo að lítið bar á; klæddist sínu fegursta skarti og fór aftur til veizlunnar. Nú skipti alveg um tón í viðmóti við hann. Hann var settur í heiðurssæti við borðið og bornir fyrir hann dýrmætustu réttirnir. Nasreddin rétti hin íburðarmiklu jakkalöf sín að kræsingafötunum og tautaði þurrlega: „Gerið þið svo vel, skrautlegu klæði!“ Fólkið spurði forviða, hvað hann meinti. Nasreddin svaraði: „Hinum skrautlegu klæðum er öll þessi virðing helguð; það er því þeirra að njóta henn- ar!“ Gamall og góð- ur útvarps- gestur Jón Eyþórsson veðurí'ræðingur. Sú var tíðin, að fáir eða engir þeirra manna, er fluttu erindi í útvarpið áttu jafnmiklum vinsældum að fagna og Jón Eyþórsson veðurfræðingur. Hann hefur, því miður, um alllangt skeið verið sjaldgæfur gestur á þeim vettvangi, en nú lítur út fyrir að Jón ætli að fara að rifja upp fornan kunningsskap við út- varpshlustendur, því hinn 27. nóv. ann- aðist hann þáttinn Náttúrlegir hlutir, og á kvöldvöku Húnvetningafélagsins í Reykjavík, hinn 3. des. s. 1. flutti hann ræðu. Er það útvarpshlustendum fagn- aðarefni að Jón Eyþórsson skuli aftur vera kominn að hljóðnemanum, og von- andi að hann verði þar tíður gestur á þessum vetri. 12. Nágranni Nasreddins bað hann einu sinni að lána sér asna. Nasreddin kvaðst engan asna eiga. í sömu svifum fór asninn að hrína inni á básnum sínum- Þá reiddist ná- granninn og sagði: „Nasreddin! Þú seg- ist engan asna eiga, en á sömu stundinni er hann að hrína á básnum sínum.“ Nasreddin hristi höfuðið: „Þú ert kjáni! Þú leggur trúnað á hrinur í heimskum asna, en mér, gráskeggjuðum öldungnum, trúirðu ekki!“ 36 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.