Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 20

Útvarpstíðindi - 01.11.1953, Blaðsíða 20
skaparvíti. — Hann hélt uppteknum hætti: að knýja sig fram til slíkrar full- komnunar, sem mannlegri getu er of- raun, og sennilega hefur hann komist þeim himni sínum næst þegar hann hafði lokið við „Porgy and Bess“ árið 1935. — Það var klassískur jazz-þjóð- söngleikur, svo einlægur og trúr sínum uppruna, að hann varð músikalskur samnefnari fyrir Catfish Rou með allri sinni fyndni, ofsa og angurværð; málað í tónum af snilld meistarans og auð- mýkt vitringsins, — svo öll önnur tón- verk með líf negrans að uppistöðu, urðu að klaufalegum skringimyndum. Árið 1935 hristi Gershwin af sér ryk- ið frá Broadwáy og hélt með hugsjónir sínar að veganesti til Hollyvood, en í því andrúraslofti þykir oft falla skjótt á hina flekklausu skildina. Hann fékk margt óþvegið orð í eyra, þegar í odda skarst milli tillagna hans um endur- bætur á kvikmyndatónlist og harðsoð- inna postula blekkibragðanna — og auðvitað báru þeir sigur úr býtum. Og í spor sálarkvala hans fetuðu líkamlegar þjáningar, sem elnuðu meir og meir, unz um þverbak keyrði með heilsu hans, og hann féll í óvit í vinnustofu sinni þegar hann hafði lokið við lagið: „Our love is here to stay“ er hann samdi fyrir Gold- wyn Follies. í fyrstu var sjúkleiki hans talinn stafa af ofþreytu, en rannsókn leiddi í ljós, að hann þjáðist af bólgu í heilanum. Heila- skurður reyndist árangurslaus, og Ger- shwin dó að morgni 11. júlí 1937. Fám hefur auðnast að auðga svo líf sitt að innihaldi sem George Gershwin í þessi þrjátíu og níu ár, sem örlagadís- irnar höfðu úthlutað honum, og senni- lega enginn maður náð sínu setta marki Áhrifamikið leikrit Laugardaginn 14. nóv. var flutt í út- varpinu mjög athyglisvert leikrit er nefnist „Sjávarturninn“ og er eftir Ed- ward Rutherford en byggt á skáldsögu Arndís Björnsdóttir. eftir Hugh Walpole. Fjallar leikrit þetta um fullorðna konu, sem haldin er stjórn- lausri eigingirni og drottnunarfýsn yfir sonum sínum og eiginmann. Hefur henni tekist að beygja allt heimilisfólk sitt undir vald sitt, svo það hlýðir boði hennar og banni í taumlausri undir- gefni. En annar sonurinn giftir sig og á jafn skömmum tíma; hann lifði það að sjá allar hugsjónir æsku sinnar rætast. Hann tók jazzinn, olpbogabarn og Öskubusku pútnahúsanna og ölkránna í New Orleans, svipti hann álagahamnum og leiddi hann til þess hásætis, er hann var borinn til. 20 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/728

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.