Bankablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 11

Bankablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 11
Sameining banka 11 fræðimálum, Kristján Oddsson yfir af- greiðslum og fræðslumálum, Jóhannes Siggeirsson yfir þjónustu og gæða- stjórn og Ragnar Önundarson yfir fjár- málum og verðbréfaviðskiptum. Tryggvi Pálsson sér um alþjóðavið- skipti og markaðsmál og Björn Björns- son um rekstrar- og tæknimál. Valur Valsson gegnir formennsku í banka- stjórn. í byrjun september voru send út bréf til allra starfsmanna bankanna fjögurra um ráðningar til íslandsbanka. Öllum starfsmönnum útibúa og almennum starfsmönnum stoðdeilda var þá boðið að yfirfæra ráðningasamninga sína, óbreytta, yfir til íslandsbanka frá og með 1. janúar 1990. Þeim sem í aug- lýstum stöðum eru hins vegar boðið að undirrita viljayfirlýsingu þess efnis að þeir vildu halda áfram störfum hjá ís- landsbanka, enda næðist samkomulag um stöðu, laun og kjör. Þann 22. sept- ember voru stöður forstöðumanna síð- an auglýstar til umsóknar, svo og stöð- ur deildarstjóra, sérfræðinga og full- trúa stoðdeilda íslandsbanka. Gengið var frá ráðningum forstöðumanna þann 10. október og frá ráðningum annarra þann 23. október síðastliðinn. Er helst að heyra að flestir starfsmenn séu ánægðir með sinn hlut. Þann 4. október var haldin, öðru sinni, hátíð með yfirskriftinni„Við eig- um samleið". Að þessu sinni var starfs- mönnum boðið í Háskólabíó, og mök- um þeirra með. Tilefnið var kynning á yfirstjórn bankans, merki hans, stefnu og skipulagi. Til viðbótar hefur slík hátíð verið haldin á Akureyri og þessa dagana eru „Opin hús" í gangi þar sem starfsmönnum er boðið að heim- sækja aðalstöðvar hverjir annarra. Eins og sjá má er undirbúningur í fullum gangi og ekki er annað að heyra en að mikill hugur sé í starfsfólki bank- anna fjögurra. Því er næsta víst að það verður öflugur banki með góðu og samstilltu starfsfólki sem tekur til starfa þann 1. janúar næstkomandi undir heitinu íslandsbanki hf. Sparisjóðurinn í Kef lavík Sjóður Suðurnesjamanna Við sendum starfsmönnum banka og sparisjóða um land allt bestu nýársóskir og þökkum kærlega fyrir samstarfið! Nordlendingar héldu upp á sameininguna á Akureyri 6. júlí. Pá var þessi mynd tekin

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.