Bankablaðið - 01.12.1989, Side 29

Bankablaðið - 01.12.1989, Side 29
Norrænt samstarf 29 Áhugasamir trúnaðarmenn frá Norðurlöndunum. „Sigríður, þú valdir alþjóðabanka og EB." „Já, í þessum hópi kom ýmislegt skemmtilegt fram og mikill áhugi er hjá bankamönnum á Norðurlöndum á því sem er framundan í Evrópu. Menn eru bæði með og á móti EB og mörgum spurningum er ósvarað, eins og t.d.: Verða erlendir bankar í Iandinu? Hverjir koma þá til með að vinna þar, útlendingar eða innfæddir? Pegar Evr- ópa verður einn markaður, getur mað- ur þá unnið hvar sem er í Evrópu? Eitt er víst að það þarf gífurlegt fjármagn til að vera með". Auk hópvinnu hlustuðum við á fyrir- lestra. Mikið var fjallað um þrengingar norskra bankamanna. Þar hafa starfs- mannafélögin verið mjög virk við að aðstoða og styrkja bankamenn. En tíminn fór ekki allur í eintóma vinnu, við skemmtum okkur líka pínu- lítið. Einn daginn skoðuðum við banka- safn og könnuðust ýmsir við forna hluti úr bankastarfseminni. Um kvöld- ið var sungið við varðeld á ströndinni og grillað. Hápunktur vikunnar var þegar farið var til Kaupmannhafnar og SDS sparisjóðurinn og Andelsbanken skoðaðir og við frædd um starfsemina þar og skipulag. Um kvöldið var hópn- um boðið í glæsilegan kvöldverð í Tí- volí, og var ekki haldið heim á Kobæk Strand fyrr en að aflokinni góðri skemmtun og flugeldasýningu um miðnætti. Síðasta kvöldið var svo komið á „heimsmeistarakeppni í dansi" og þá klæddust þátttakendurnir ýmsum „múnderingum" af því tilefni. Mátti þar sjá Araba jafnt og Hawaiibúa á sveimi. Tvær finnskar stúlkur fóru með sigur af hólmi og skemmtu okkur hinum frábærlega vel með góðu atriði. Þetta var dásamleg vika í sól og sumri og ógleymanleg öllum þátttakendum. Tilgangi námskeiðsins var náð, en það var að auka skilning, einingu og vin- skap bankamanna á Norðurlöndum og heyra um reynslu í ólíkum bönkum og löndum. „Stöllurnar" Eldsnemma aö morgni.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.