Bankablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 32

Bankablaðið - 01.12.1989, Qupperneq 32
32 Námskeið Kennsla í meðferð myndavéla í janúar sl. stóð SÍB fyrir námskeiði, þar sem kennd var meðferð ljós- myndavéla, linsa, filtera og hvernig best væri að haga myndatöku. Leið- beinandi var Skúli Þór Magnússon, kennari og áhugaljósmyndari. Námskeiðið sóttu 16 manns úr ýmsum bankastofnunum og fáum við hér að sjá árangur tveggja þátt- takenda. Ljósmyndari: Eydís Einarsdóttir, starfar hjá Visa-ísland. Pau spila bridge Tvö námskeið í bridge hafa verið haldin á þessu ári á vegum SÍB. í janúar var byrjendanámskeið hald- ið í húsakynnum Bankamannaskól- ans að Snorrabraut 29, með alls 42 þátttakendum. Áhugasama nem- endur þyrsti í framhald, svo ákveð- ið var að hafa framhaldsnámskeið fyrir þessa aðila og gefa öðrum bankamönnum, sem einhverja undirstöðu hefðu í bridge,kost á að koma. Kristján Geir Arnþórsson starfs- maður Reiknistofu bankanna, sem er í bridgenefnd SÍB, sá um undir- búning námskeiðsins. Hann gerði samning við Bridgeskólann í Reykja- vík, sem sá um framkvæmd þessa námskeiðs sem og hins fyrra og var það síðan haldið í húsakynnum SÍB að Tjarnargötu 14. Þessu námskeiði lauk í lok nóvember og voru þátt- takendur 26 talsins. Nefndarmenn íhuga nú hvort ekki sé hægt að koma á sveitakeppni milli banka- stofnana að vori komanda og verð- um við að sjá hvað setur. >*. u* I—• j CJ » Hlustað með athygli á kennarann Hjálmtý Baldursson. Er bridge svona alvarlegt mál?

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.