Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 36

Bankablaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 36
36 íþróttamót SÍB: íþróttir Góður vettvangur til að efla tengsl bankamanna Landsbankamenn voru sigursælir á golfmótinu, sem haldið var á Húsavík. Hér er hin frækna sveit með bikara sína og verðlaunapeninga. í ár voru að venju haldin íþróttamót á vegum SÍB. Ánægjulegt er hve áhugi er mikill á þessum mótum, þar sem karlar og konur frá hinum ýmsu bönk- um og sparisjóðum hittast. Pessi mót eru góður vettvangur til að efla tengsl bankamanna. Keilumótið fór fram í Keilulandi í Garðabæ og mættu þar 13 lið í karla- flokki og 6 kvennalið. Þetta mót er að festa sig í sessi, en það var nú haldið í annað sinn. Blakmótið fór fram að Varmá í Mos- fellsbæ í lok maí. Þar tóku þátt 7 Iið í karlakeppninni, en 4 í kvennakeppn- inni. Stóru mótin í knattleikunum fóru fram í íþróttahúsinu Digranesi 17.-20. maí. Þar var margt um manninn og fjöldi Iiða mætti til leiks. í knattspyrnu- keppninni mættu 13 lið hjá körlum en 4 kvennalið. í handknattleik voru 6 lið karla en 4 lið kvenna. Körfuboltinn er ótalinn, en þar voru 4 karlalið og 3 kvennalið. Þetta var hin skemmtilegasta keppni og hart barist. Er ástæða til að hvetja bankamenn og fjölskyldur þeirra til að koma og fylgjast með. Eitt mót fór fram úti á landi. Golf- mótið var haldið á Katlavelli við Húsa- vík þann 1. júlí. Þar tóku þátt 44 kepp- endur, þar af 33 í einstaklingskeppn- inni og 11 í byrjendakeppninni. Allur undirbúningur var til sóma og fór mót- ið vel fram. Það stendur til að halda mótið úti á landi að ári. íþróttanefndin vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra er tóku þátt og til þeirra sem aðstoðuðu nefndina á einn eða annan hátt. - SK. Múlaútibú Landsbankans sigraði í kvennaflokki í keilumóti SÍB. Hér sjást Já, þeim er greinilega skemmt, Iðnaðarbankastúlkunum, þegar þær taka við þær stöllur kampakátar með sigurlaunin. sigurlaunum í körfuknattleik á iþróttamóti SÍB.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.