Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 49
L I N D I N
47
Upphaf
að prjedikun á aðfangadagskvöld.
Það er nótt — nóttin helga.
Þögul og svipþung breiddi hún dökka vængi sína yf-
ii' jörðina. Niðamyrkur grúfði yfir öllu. En einstaka
stjarna lýsti þó dauflega gegn um dimmuna. Kyrð
í'íktí.
Hirðarnir úti í haganum á Betlehemsvöllum studd-
ust þögulir fram á stafi sína og horfðu út í myrkrið.
Þeir eygðu ekkert; aðeins móaði óljóst fyrir fjárhóp-
unum, sem lágu á víð og dreif i kring um þá. Hirðarn-
ir voru þögulir og þungbúnir. Hugsanir þeirra hvörfl-
uðu víða en festust ekki við neitt ákveðið. Hvergi var
neitt, sem þeir gæti fest sjónir á eða beint athyglinni
að. Hugurinn flökti í rnóki frarn og aftur. Drungi sveif
á þá, augnalokin urðu höfug og vildu lokast.
Kyrð. Myrkur — svartnættismyrkur.
En skyndilega hrökkva hirðarnir við. Ofbirtu slær
í augu þeirra og þeir verða mjög hræddir. Alt um-
hverfið verður í einni svipan skínandi bjart, eins og
þá er sól er hæst á lofti. Og þó er birtan með alt öðr-
um hætti, langtum skærari, miklu dýrðlegri. Því að
»engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins Ijóm-
aði í kring um þá«. Og engillinn sagði við þá: »Verið
óhræddir, því sjá, jeg boða yður mikinn fögnuð, því
að yður er í dag frelsari fæddur«. —
— Það var víðar nótt en í kring um fjárhirðana á
Betlehemsvöllum. Svartnættismyrkur vetrarins grúfði
yfir löndum og ríkjum heiðingjanna. Það voru aðrir
og fleiri en Betlehemshjarðmennirnir, sein horfðu
fram á við án þess að sjá nokkuð annað en myrkur,
og sem gátu ekki fest huga eða sjónir við neitt, heldur
voru annaðhvort órólegir og kvíðafullir eða daufir og