Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 56
54
L I N D I N
við saman í fyrirlestrarsalnum á venjulegum tíma. Og
eftir dálitla stund kom fyrirlesarinn, en það var ekki
skólastjórinn okkar, heldur bróðir hans, sem var kenn-
araskólastjóri á eyjunni Storð, skamt sunnan við
Björgvin. Hann hafði komið í heimsókn til bróður síns
þetta sama kvöld, og tókst nú á hendur að tala yfir
okkur í forföllum hans. Hann hóf nú mál sitt og talaði
bæði langt og snjalt, svo að við áheyrendur urðum öll
mjög hrifin af mælsku hans og skarpleik. Hann haí'ði
fyrir teksta tvær ljóðlínur eftir þýska skáldið Schiller.
Á norsku hljóða þær svo:
»1 tronge ringar trenger sinnet sáman,
og' mannen veks alt med dei store formál«.
Orðrjett þýðing þessara hendinga verður á íslensku
eitthvað á þessa leið:
»1 þröngum starfshring þrýstist andinn saman,
en maður vex af viðfangsefni miklu«.
Þegar jeg heyrði þessi orð Schillers skálds, flaug
mjer undir eins í hug eitt erindi úr Hávamálum, nor-
ræna fornkvæðinu, og mjer fanst nú bregða yfir það
nýju ljósi og merkari skilningi, en jeg hafðj áður haft.
Þar segir svo:
Lítilla sanda, lítilla sæva,
lítil eru geð guma.
Þarna virtist mjer vera sama hugsunin hjá norræna
Edduskáldinu og þýska stórskáldinu Schiller, þó að 9
—10 aldir lægju milli þeirra — aðeins í meira líkihga-
máli hjá Edduskáldinu.
Þar sem litlir eru sandar og sævar, þ. e. þar sem
umhverfið er smátt, þar verða geð guma einnig lítil —
andar mannanna verða smáir. Hjer vantar að vísu
andstæðuna að: »maður vex af viðfangsefni miklu«.
En það leiðir af hinu, að eins má segja: