Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 96
94
L I N D I N
sjálfur. Guð launar þér það með því að glæða trúar-
neistann í hjarta þínu. Það verður þér til hugléttis,
blessunar og yls í kulda og volki nú ríkjandi heims-
hyggju.
, S. G.
Hreiðrið í kirkjunni.
Síðastliðið vor, er jeg eitt sinn kom inn í eina kirkj-
una, sem jeg þjóna, tók jeg eftir því að lítil maríuerla
var að flögra þar fram og aftur. Hinn hreini og skæri
söngur hennar leið um hvelfinguna með yndislegum
óm og hið snögga vængjatak ljet í eyrum, eins og verið
væi'i að hvísla einhverju í fjarska.
Mjer kom fyrst í hug, að síðast þegar kirkjan var
opnuð, hefði litli fuglinn flúið þangað inn af einhverj-
um ástæðum, og hefði svo verið lokaður inni af óað-
gætni.
En þegar jeg gætti betur að, virtist mjer alt lát-
bragð fuglsins benda til þess, að honum slægi móður-
hjarta í brjósti, — hann hefði sjálfviljugur farið þarna
inn og valið sjer hjer verustað.
Sú skoðun styrktist hjá mjer, er jeg sá hann lyfta
sér á fluginu upp í turninn, og hverfa þar út um glufu,
sem á turnglugganum var.
Sveif hann þar úti fyrir með óþreyjufullum og ör-
hröðum vængjaslætti. Duldist mjer þá ekki lengur, að
þarna var móðir, — elskurík, kvíðafull móðir, — sem
hafði valið kirkjuna til að geyma það kærasta, sem hún
átti.
í fljótu bragði virtist mjer að hreiðrið hennar gæti
naumast dulist augum mínum niðri í kirkjunni, svo