Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 100
98
LINDIN
Störf og kjör presta.
Jeg' hygg að mörgum sjeu þessi atriði ekki nægilega
ljós. Hin ömurlegu lífskjör, sem oss eru úthlutuð, bera
þess glögt vitni, að kunnugleiki forráðamanna þjóðar-
innar á starfsemi vorri er hvergi nærri eins mikill og
æskilegt væri. Sannleikurinn um lífskjör vor hlýtur að
dyljast þeim. En ástæðan til þess er aftur sú, að þeir
hyggja starfsemi vora ekki meiri en svo, að vjer get-
um framfleytt oss á ýmsu öðru. Ef svo væri, myndu
lífskjör vor ekki vera slæm. En nú er það staðreynd,
sem ekki verður móti mælt, að starfsemi vor er svo
víðtæk og umfangsmikil, að hyldýpi er nú orðið stað-
fest milli liennar og lífskjaranna.
Það er fljótgjört að sanna, að laun presta eru lægri
nú en þau voru áður en samsteypurnar komu, með
ferðakostnaði og fleiri útgjöldum. Jafnframt því, að
starfsviðið hefir víðast hvar færst mjög út og aukist,
án bættra kjara, hafa kröfurnar til prestanna aukist
mjög, eins og eðlilegt er, vegna vaxandi menningar
þjóðarinnar. Kröfurnar um undirbúning presta til
starfsins hafa einnig tvöfaldast. Alt þetta, sem hjer
hefir komið til greipa, veldur því, að lífskjör vor presta
eru blátt áfram þjóðarhneyksli.
Það er oft talað um deyfð í andlega lífinu. Prestum
kent um. En hvaða samræmi er í því, að ásaka presta
og krefja þá ábyrgðar í þessu efni, og að halda þeim
hinsvegar niðri á frumstigi efnalegs lífs? Býst jeg nú
við að svarað verði: með hinu gamla, leiðinlega og ó-
sanna orðtaki skilningsleysisins. »Seint fyllist sálin
prestanna«. Það verður að segjast, að andleg starf-
semi verður að grundvallast á efnahagsstarfsemi, líkt
og rannsóknir, vísindi, fræðsla, bókmentir og ljstir.