Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 54
52
L I N D I N
Alt hiö þekta oss þaö boöar,
aö andans tign sé þúswidföld.
Fyrir dýröardegi roöar,
dmiöans bak viö rökkurtjöld.
Þ o r s t e i n n K r i s t j á n s s o n.
Vöxtur.
Erindi flutt á ísafirði veturinn 1929.
Fyrir allmörgum árum var lögð fyrir mig spurning,
sem jeg reyndar veitti ekki neina. alvarlega athygli þá
í svipinn, en hefi síðan af sjerstöku tilefni reynt að
gera mjer gleggri grein fyrir ásamt ýmsu, sem í sam-
bandi við þá spurningu stendur.
Það var bóndi norður í landi, sem bar fram spurn-
inguna, greindur maður og hugkvæmur, og hefir það
stundum til, að skoða málefni frá öðrum hliðum, eu
alment gerist og slá í'ram ýmsum kenningum, svona til
reynslu, án þess að halda þeim nokkuð til streitu.
Það var eitt kvöld, að við vorum eitthvað að spjalla
saman, og þá segir bóndi alt í einu: »Segðu mjer nokk-
uð. Hvað er mikilmenni? Hvað er það að vera mikill
maður?«
Jeg man nú ekki nákvæmlega, hvernig jeg svaraði
þessu; enda gerir það ekkert til, því að svarið var auð-
vitað ekkert merkilegt. Það mun hafa verið eitthvað
á þá leið, að mikilmenni sje sá maður, sem leiðir fjöld-
ann og ryður nýjar brautir til framfara og menningar.
Þessi hugsun mun líka alment vera fólgin í orðinu