Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 85
LINDIN
83
sómasamlega af hendi; höí'ðu aldrei fyr við kirkju-
srníði fengist. Þetta varð til þess, að bygð voru kirkju-
hús í alt annað en kirkjulegum stíl; sem sagt, hjer var
eingöngu um það eitt hugsað að koma húsinu upp með
sem allra minstum tilkostnaði, en ekkert um það, að
bygt væri í neinum kirkjulegum stíl. En enginn efi er
á því, að nú á seinni tímum er bæði hjá prestum og
söfnuðum farinn að vakna áhugi fyrir bættum kirkju-
stíl, smekkur fyrir því, að kirkjurnar okkar eigi fram-
ar megi líta út eins og geymsluhús, heldur þannig, að
af stílnum megi sjá, að það sjeu guði helguð musteri,
svo sem með því að setja á þær turna, mátulega stóra
í hlutaflli við stærð kirknanna, kór, sem afar mikið
setur útlit á kirkjuna og svo forkirkju. Það getur farið
svo vel á þessu, fái góð smekkvísi að ráða, að kirkjan
geti orðið snoturt hús, sem prestur og söfnuður megi
vel við una, þótt kostnaður við bygginguna verði eigi
meiri en svo, að hann verði hlutaðeigandi söfnuði vel
kleifur.
En eigi er alt gert sem gera þarf til að gera kirkj-
urnar okkar vistlegar og aðlaðandi, þótt þeim sje kom-
ið upp í þeim stíl, sem jeg nú hefi vikið að, þar skal
meira til. —
Sá tími er nú víst sem betur fer liðinn að mestu, er
kirkjurnar voru notaðar sem skemmur til að geyma í
betri fatnað heimilisfólksins, reiðtýgi og jáfnvel mat-
vöru, — þó eru þessa dæmi enn; það veit jeg af eigin
sjón, en sá ósiður mun þó vera að hverfa, og eigi þetta
sjer enn stað, þá verð jeg að kenna okkur prestunum
um það, því enginn efi er á því, að ef prestarnir vönd-
uðu nógu alvarlega um þetta, og sýndu sjálfum sjer og
öðrum fram á hvílíkt reginhneyksli það er að nota
guði helguð hús þannig, þá mundi þessi ósiður þegar
hverfa með öllu. —
En það er og fleira sem gerir kirkjuna, eða getur
6