Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 8

Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 8
6 L I N D I N Jafnframt því, sem ár og dagar líða, breytist að sjálf- sögðu viðhorf vort í lífinu; vér breytumst sjálf og hugsunarháttur vor allui’. En þó finnum vér, þegar jólaboðskapurinn kemur, að hann á altaf hið brýna er- indi til vor. Hinum andvaralausa er hann áminning og hvöt til að byrja nýtt og betra líf; þeim, sem hugdapr- ir urðu við sára reynslu, gefur hann þrótt og gleði; hann huggar þá, sem urðu að ganga á sorgarbrautum; hann reisir við þá, sem fyrir freistingum féllu; hann færir frið inn í órótt og kvíðið hjarta. — Hann á undramátt, þessi boðskapur. Bezt sjáum vér þetta á þeirri breytingu, sem í mannlífinu verður á jólunum. Róstur og deilur lægir, ófriðarraddir þagna, öfundin hvílir í fjötrum, dómgirnin lætur ekki á sér bæra. Bjálkinn í auga bróðursins sýnist þá ekki eins stór og ferlegur og endranær. Vegna hvers? Vegna þess, að á jólunum er svo bjart — að í ljósi þeirra horfum vér á lífið og mennina frá sjónarmiði, sem oss hættir svo oft við að gleyma. Þá lærist oss að horfa á lífið, á með- bræður vora og oss sjálf frá eilífu sjónarmiði. Dýrð- arkveðjan, sem mannkyninu barst frá hinni fyrstu jólanótt og fyrst hljómaði til fjárhirðanna á Betle- hemsvöllum, var dásamleg staðfesting þess, að feg- ursti draumur mannanna um framhaldslífið var að rætast. Djúpið milli jarðneska heimsins og ósýnilegrar veraldar var brúað. Himneskar verur vitjuðu mann- anna barna og fluttu þeim boð hans, sem í hæðum býr, boðin: »Yður er í dag frelsari fæddur«. Að baki oss liggur fortíðin. Á meðal björtustu minn- inga þinna þaðan, lesari minn, hygg ég að jólin séu. Ég sé þig, sem nú ert fulltíða, eða aldurhniginn, heima á bernskuheimili þínu, lítið barn. Hið ytra báru jólin þá að vísu annan svip en nú, en boðskapur þeirra var hinn sami. Ef til vill nýtur þú nú einhverra lífsþæg- inda, sem þú þá áttir ekki. En samt varst þú glaður. Þú kunnir vel hátíðablænum, sem ríkti heima. Þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.