Lindin - 01.01.1929, Side 8
6
L I N D I N
Jafnframt því, sem ár og dagar líða, breytist að sjálf-
sögðu viðhorf vort í lífinu; vér breytumst sjálf og
hugsunarháttur vor allui’. En þó finnum vér, þegar
jólaboðskapurinn kemur, að hann á altaf hið brýna er-
indi til vor. Hinum andvaralausa er hann áminning og
hvöt til að byrja nýtt og betra líf; þeim, sem hugdapr-
ir urðu við sára reynslu, gefur hann þrótt og gleði;
hann huggar þá, sem urðu að ganga á sorgarbrautum;
hann reisir við þá, sem fyrir freistingum féllu; hann
færir frið inn í órótt og kvíðið hjarta. — Hann á
undramátt, þessi boðskapur. Bezt sjáum vér þetta á
þeirri breytingu, sem í mannlífinu verður á jólunum.
Róstur og deilur lægir, ófriðarraddir þagna, öfundin
hvílir í fjötrum, dómgirnin lætur ekki á sér bæra.
Bjálkinn í auga bróðursins sýnist þá ekki eins stór og
ferlegur og endranær. Vegna hvers? Vegna þess, að
á jólunum er svo bjart — að í ljósi þeirra horfum vér
á lífið og mennina frá sjónarmiði, sem oss hættir svo
oft við að gleyma. Þá lærist oss að horfa á lífið, á með-
bræður vora og oss sjálf frá eilífu sjónarmiði. Dýrð-
arkveðjan, sem mannkyninu barst frá hinni fyrstu
jólanótt og fyrst hljómaði til fjárhirðanna á Betle-
hemsvöllum, var dásamleg staðfesting þess, að feg-
ursti draumur mannanna um framhaldslífið var að
rætast. Djúpið milli jarðneska heimsins og ósýnilegrar
veraldar var brúað. Himneskar verur vitjuðu mann-
anna barna og fluttu þeim boð hans, sem í hæðum
býr, boðin: »Yður er í dag frelsari fæddur«.
Að baki oss liggur fortíðin. Á meðal björtustu minn-
inga þinna þaðan, lesari minn, hygg ég að jólin séu.
Ég sé þig, sem nú ert fulltíða, eða aldurhniginn, heima
á bernskuheimili þínu, lítið barn. Hið ytra báru jólin
þá að vísu annan svip en nú, en boðskapur þeirra var
hinn sami. Ef til vill nýtur þú nú einhverra lífsþæg-
inda, sem þú þá áttir ekki. En samt varst þú glaður.
Þú kunnir vel hátíðablænum, sem ríkti heima. Þú