Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 111
L I N D I N
109
Næsti fundur var svo haldinn 7. og 8. september þ.
á. á ísafii'ði. Voru þá 12 félagar mættir. Á þessum
fundi voru einkum rædd mál þau, sem kirkjumála-
nefndin hefir til meðferðar og hefir fundargerðin ver-
ið birt í blaðinu »Vesturland«. 1 sambandi við fundinn
fór fram guðsþjónusta í ísafjarðarkirkju; prédikaði
séra Þorsteinn Jóhannesson í Vatnsfirði, en sóknar-
prestur ísafjarðar var fyrir altari. Einnig var erindi
l’lutt fyrir almenning í kirkjunni, af séra Þorsteim
Kristjánssyni í Sauðlauksdal. Birtist það hér í »Lind-
' inni« og heitir »Kirkjan og þjóðin«. —
Stjórn félagsins var endurkosin. Á fundinum var tek-
in fullnaðarákvörðun um útkomu ársritsins. Var
stjórninni falið að annast ritstjórn þess, og ef unt væri,
að koma ritinu út fyrir jól.
Fundir félagsins hafa verið mjög ánægjulegir, og
prestarnir horfið glaðir heim yfir samvistum og sam-
_ starfi. Umræður hafa verið fjörugar og lýst miklum á-
huga á trú- og kirkjumálunum. Prestarnir hafa fengið
tækifæri til þess að kynnast nánar, skilja betur hver
annan, við íhugun sameiginlegra áhugamála.
S. S.
Prestaskifti.
Innan prestastéttarinnar á Vestfjörðum hel'ir orðið
allmikil breyting á síðustu tveimur árum. Einn prest-
ur hefir látist, séra Páll ólafsson, prófastur í Vatns-
firði og tveir fengið lausn frá störfum, samkvæmt
beiðni þeirra: séra Þórður ólafsson, prófastur á Þing-
eyri og séra Páll Stephensen í Holti. Hafa þeir báðir
fluzt ásamt fjölskyldum sínum til Reykjavíkur. Enn-
fremur hefir séra Sigurður Einarsson sagt lausu Flat-
eyjarprestakalli, en í stað þessara presta hafa eftir-
taldir prestar fengið veitingu fyrir embættunum: Séra
Þorsteinn Jóhannesson Vatnsfjarðarprestakalli, séra