Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 68
LINDIN
66
Geislinn lagði leið sína til jarðarinnar. Það var kom-
ið vor.
Gaddurinn huldi yfirborð jarðarinnar, þar sem geisl-
an bar að.
»En hvað hjer er kalt«, sagði geislinn. í einni svipan
þrengdi hann sjer inn í gaddinn og fór að bræða hann
með yl sínum.
Gaddurinn varð að-vatni. Vatnið streymdi burtu.
Svörðurinn kom í ljós nábleikur og að því er virtist
líflaus. —
Hvílíkur valur.
Þarna lá lík við lík af lífverum, sem einu sinni höfðu
verið vel þroskaðar og yndislega fagrar. — Það voru
blómin og grösin frá fyrra árinu. Þarna lágu þau hlið
við hlið, föl og bleik, — dáin — dáin, sagði fólkið.
Hjer var mikið að starfa. — Lífið horfið. — Fagra
dýrlega lífið. En var það nú horfið með öllu, eða myndi
vera mögulegt að kalla það aftur fram? —
Myrkur skammdegisins og kuldi hafði rænt blómin
lífinu. Geislinn skein á dánu blómin og sagði: »Þau eru
dáin!« En lífið? — er það glatað? skyldi vera mögu-
legt að kalla það fram aftur? — »Reyndu, — reyndu«,
kallaði himnesk rödd til litla geislans.
»Jeg megna það ekki«, sagði geislinn. »Þú veist ekki
hvað þú megnar«, sagði röddin. »Jeg skal hjálpa þjer«.
Litli geislinn hlýddi og þrengdi sjer inn í skaut jarð-
arinnar og fór að verma svörðinn.
»Ó, hvílík dýrð!« andvarpaði hann. — Hvað fann
hann sem hreif hann svona?
Lífið, — lífið hulið í skauti jarðarinnar. Hann lagð-
ist þjett utan að rótum lítillar jurtar og þrengdi sjer
einnig inn í þær og vermdi þær, — vermdi þær af öll-
um mætti. Innan skamms komu fram úr skauti jarð-
arinnar ofurlítil. blöð, því næst stöngull og loks blóm-
knappur, sem breiddi út blöðin sín. Þau bliknuðu með
yndisfögrum litbrigðum. ó hve það var dýrlegt, að geta