Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 108
106
L I N D I N
andlegrar menningar. Þá mun þjóð vor fagna oss og
gefa oss hásæti feðra vorra.
Drottinn Jesús, miskunna þú oss!
Sigur&ur Z. Gískison.
Hvaðanæfa.
Prestafélag Vestfjarða
var stofnað á ísafirði 1. sept. 1928. Fyrir nokkrum ár-
um síðan, áttu tveir prestar á Vestfjörðum samtal um
hugmyndina og ákváðu að gjöra það, sem í þeirra valdi
stæði, til þess að leiða hana í framkvæmd. Ýmsir af
prestunum tóku þégar mjög vel í þetta mál, en aðrir
töldu ýms tormerki á, og sögðu sem rétt er, að stórir
örðugleikai- væru á því að sækja fundi langt að á Vest-
fjörðum. Samgöngur eru 'enn mjög slæmar í þessum
landshluta, vegir litlu eða engu betri en fyr á öldum.
Vestfirðingar hafa orðið útundan við fjárframlög frá
því opinbera til samgöngubóta, og veldur þetta marg-
víslegum örðugleikum, einnig um félagsstörf og sam-
starf fjarlægra sveita. En við nánari íhugun létu
prestar þessa örðugleika ekki verða félagsstofnuninni
til tálmunar, því öllum var það ljóst, að hér var um
mikilvægt mál að ræða, og að stofnun félagsins mundi
ef til vill valda tímamótum í kirkjulegri starfsemi á
Vestfjörðum. Á sóknanefndafundi á ísafirði 20. júní
1928, þar sem mættir voru fulltrúar úr Norður- og
Véstur-ísafjarðarprófastsdæmum, ásamt nokkrum
prestum, var ákveðið að hefjast handa og gera nýja