Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 82
80
L I N D I N
ráðgátum lífsins, og orkugjafi inn í mannlíf, sem á
að verða gjörhelgað af náð himinsins. —
(Frh.).
25. september 1929.
Jónm. Iíalldórsson.
Prýðið kirkjurnar.
Sýnum vjer prestar og söfnuðir kirkjunum okkar
þá ræktarsemi, er oss ber?
Jeg hygg er vjer förum að athuga þessa spurningu
niður í kjölinn, að við nánari athugun verði eigi hjá
því komist, að svara henni neitandi. Jeg geri ráð fyrir
að vjer vel flestir, prestar og söfnuðir, verðum við ítar-
lega yfirvegun að játa, að vjer með því að leggja fram
allan vorn áhuga og alla vora krafta, hefðum á undan-
förnum árum, þegar öllu öðru fleygir svo fram í fram-
faraáttina, getað lagt oss betur í líma með að full-
komna og prýða kirkjurnar okkar og gera þær vist-
legri og meira aðlaðandi en raun hefir orðið á. Eigi
þarf þó því um að kenna, að eigi hafi oft hátalaðar
raddir látið til sín heyra í blöðum og tímaritum um
það, hve aumlega kirkjuhúsin alt of víða líta út, og beri
órækan vott um alveg ófyrirgefanlegt ræktarleysi og
sinnuleysi presta og safnaða, beri beinlínis vott um
menningarleysi og skrælingjabrag. En prestar og söfn-
uðir virðast um of hafa daufheyrst við þessum vekj-
andi röddum. En þetta sinnuleysi og ræktarleysi má
nú eigi lengur eiga sjer stað. Á þessu vanans sleifar-
lagi verður að verða breyting. Þessir framfaratímar