Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 45
L I N D I N
43
hefur haft auga fyrir gildi hverrar mannssálar, hversu
lágt, sem hún er sett, einsog hann; en níðingarnir
fengu orð að heyra. Og ef hann lifði í kristnum heimi
nú á dögum, er mikið spursmál, hvort Nietzsche hefur
ekki haft rjett að mæla, er hann hjelt því fram, að
hann mundi sendur verða til Síberíu. Það er því al-
gerlega í anda Krists og samkvæmt lífsskoðun hans, að
kirkjan sem heild hafi eitthvað að segja, er um efna-
lega, stjórnarfarslega, siðferðislega heill og hamingju
heildarinnar er að ræða. Sú lífsskoðun Krists þarf að
vera einkenni kirkju vorrar meir en verið hefur. Að
hafa anda Krists er ennfremur að eigci hans trú; ekki
að trúa á hann í þeirri merkingu að trúa hinum og
þessum kennisetningum um hann, en að trú á hann í
þeirri mei’kingu að eiga hans trú -— hans trú á mönn-
unum og hans trú á Guði. Það álíta sumir ekki lítandi
við trúnni, af því að hún eigi upptök sín í fáfræði,
hræðslu, hindurvitnum og hjátrú. En er þá ekki lítandi
við stjörnufræðinni, af því hún á upptök sín í stjörnu-
spekinni, eða efnafræðinni af því hún á upptök sín í
gullgerðarlistinni ? Eða er ekki fögur rós jafn yndis-
leg fyrir það þó hún sje sprottin upp úr óhreinni mold-
inni? Er nokkur óviðjafnanlegri rós til í heimi trúar-
innar, en trú Jesú Krists? Er hún ekki einmitt fólgin
í þessu, að hann var sjer meðvitandi um það, sem oss
er hulið og sótti þangað þann kraft, sem vjer förum á
mis við, líkt og að vjer förum á mis við alla þá hljóma,
sem umhverfis okkur eru í loftinu, þangað til vjer fá-
um móttökutæki? Það er þó sannarlega í anda Krists
að leitast við að verða sem móttækilegastur fyrir á-
hrií'um frá æðri heimum, og hafa eitthvað fyrir sjer
er talað er um samband við lifandi Guð, til þess að
verða þeim mun færari að vinna Krists verk í heimi
hjer. Og það þarf að verða einkenni kirkju vorrar í
miklu.stærri stíl en orðið er.
En þá skiljið þjer hvað jeg á við, er jeg tala um að