Lindin - 01.01.1929, Blaðsíða 97
L I N D I N
95
jeg gekk upp á loftið, — af barnslegri löngun, — til
þess enn einu sinni að fá að sjá hið smekklega og vei-
gerða heimili, sem jeg þóttist vita að hinn lífsglaði
sumargestur ætti. — En þótt jeg leitaði alstaðar, þar
sem líklegt sýndist, að það dyldist, var það árangurs-
laust. Datt mjer þá helst í hug að maríuerlan hefði
valið sjer verustað á sillum uppi í dimmum kirkju-
turninum, en þangað gat jeg ekki komist. — Hætti jeg
því við svo búið 1 það sinn.
Nokkru seinna, er jeg næst kom til embættisgjörðar
í kirkjuna, gekk jeg niður með henni sunnan megin.
Sje jeg þá, úti í glugganum niðri, hreiður, sem blasti
beint við sól og sumri. Skygði stólbrík fyrir það að
innan og duldi það sýnum. Nú var öll fjölskyldan flog-
in á braut, og hreiðrið tómt. En mjer fanst það flytja
mjer hljóða en eftirminnanlega prjedikun um iðni,
fórnfýsi og foreldraást.
— Síðan hefir hreiðrið í kirkjunni, og leitin mín að
því furðu oft komið mjer í hug. Mjer er orðið það á-
líka kært, og gömlu hreiðrin, seni jeg átti, þegar jeg
var barn, og sem fluttu mjer ný umhugsunarefni; mjer
fanst jeg heyra þaðan lærdómsríka rödd, sem hljómaði
svo vel við mín eigin hugðareíni.
Það sem fyrst vakti gleði mína í sambandi við
hreiðrið í kirkjunni, var að mjer fanst það svo örugg,
— óvjefengjanleg yfirlýsing frá móðurinnar hálfu, um
að kirkjan væri friðaður og heilagur staður. Hinn kær-
komni gestur vissi það af einhverri duldri eðlishvöt,
að þarna væri sjer griðastaður búinn. Enginn mundi
áreita sig innan vjebanda kirkjunnar. Hjer væri helgi
og friður.
Þessi örugga yfirlýsing, — er mjer fanst móðurást-
in gefa, —• var mjer svo kærkomin, sakir þess, hve
mikið virðist á skorta í nútímanum, að kirkjan sje í
meðvitund manna sú heilaga heilsulind, sá andlegi