Lindin - 01.01.1929, Page 56

Lindin - 01.01.1929, Page 56
54 L I N D I N við saman í fyrirlestrarsalnum á venjulegum tíma. Og eftir dálitla stund kom fyrirlesarinn, en það var ekki skólastjórinn okkar, heldur bróðir hans, sem var kenn- araskólastjóri á eyjunni Storð, skamt sunnan við Björgvin. Hann hafði komið í heimsókn til bróður síns þetta sama kvöld, og tókst nú á hendur að tala yfir okkur í forföllum hans. Hann hóf nú mál sitt og talaði bæði langt og snjalt, svo að við áheyrendur urðum öll mjög hrifin af mælsku hans og skarpleik. Hann haí'ði fyrir teksta tvær ljóðlínur eftir þýska skáldið Schiller. Á norsku hljóða þær svo: »1 tronge ringar trenger sinnet sáman, og' mannen veks alt med dei store formál«. Orðrjett þýðing þessara hendinga verður á íslensku eitthvað á þessa leið: »1 þröngum starfshring þrýstist andinn saman, en maður vex af viðfangsefni miklu«. Þegar jeg heyrði þessi orð Schillers skálds, flaug mjer undir eins í hug eitt erindi úr Hávamálum, nor- ræna fornkvæðinu, og mjer fanst nú bregða yfir það nýju ljósi og merkari skilningi, en jeg hafðj áður haft. Þar segir svo: Lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Þarna virtist mjer vera sama hugsunin hjá norræna Edduskáldinu og þýska stórskáldinu Schiller, þó að 9 —10 aldir lægju milli þeirra — aðeins í meira líkihga- máli hjá Edduskáldinu. Þar sem litlir eru sandar og sævar, þ. e. þar sem umhverfið er smátt, þar verða geð guma einnig lítil — andar mannanna verða smáir. Hjer vantar að vísu andstæðuna að: »maður vex af viðfangsefni miklu«. En það leiðir af hinu, að eins má segja:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.